Síkjabrúða (Callitriche hamulata)

Mynd af Síkjabrúða (Callitriche hamulata)
Mynd: Hörður Kristinsson
Síkjabrúða (Callitriche hamulata)

Útbreiðsla

Hún er mjög víða um allt land upp undir 500 m hæð. Hæst fundin við Landmannalaugar í 600 m hæð (Eyþór Einarsson), Bláfell við Hvítárvatn í 580 m (Steindór Steindórsson) og á Kerlingarflötum á Kili í 520 m (Sigurður H. Magnússon) (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Vex helst í lygnum pollum, lækjum og tjörnum, oft alveg á kafi (Hörður Kristinsson 1998).

Lýsing

Fíngerð jurt sem vex ofast á kafi í grunnu vatni, getur orðið 15–50 sm há. Blómstrar mjög lítt áberandi blómum í júní–júlí.

Blað

Blöðin eru af tveim gerðum. Kafblöðin gagnstæð, striklaga og örmjó, 1–2,5 sm löng, 0,3–0,5 mm breið, með tvær hárfínar klólaga tennur í endann. Flotblöðin 5–8 mm löng, frambreið, buguð í endann, mynda hvirfingar á greinendunum ef þær ná upp úr vatninu (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin einstök í blaðöxlunum, blómhlífarlaus; karlblómin með einum fræfli, kvenblómið með einni frævu (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Aldinið er svargrænt, nær kringlótt, 1,5 mm í þvermál (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Síkjabrúða líkist vorbrúðu en þekkist frá henni á lengri kafblöðum og á klónni á enda þeirra og einnig á skerðingu í enda flotblaðanna. Hún líkist einnig lækjabrúðu en hún er með greinilega leggjuð blóm og aldin (Hörður Kristinsson 1998).

Útbreiðsla - Síkjabrúða (Callitriche hamulata)
Útbreiðsla: Síkjabrúða (Callitriche hamulata)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Thank you!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |