Vorbrúða (Callitriche palustris)

Mynd af Vorbrúða (Callitriche palustris)
Mynd: Hörður Kristinsson
Vorbrúða (Callitriche palustris)

Útbreiðsla

Nokkuð algeng á láglendi um allt land.

Búsvæði

Vorbrúðu eru helst að finna í leirefju í eða við vatnspolla eða læki, ýmist á kafi eða ekki.

Lýsing

Smávaxin vatnajurt (10–30 sm) sem vex gjarna í flækju, ýmist í vatni og þá með flotblöð eða á leðju er fjarað hefur ofan af henni. Blómstrar lítt áberandi blómum í júní–júlí.

Blað

Blöðin eru af tveim gerðum. Kafblöðin gagnstæð, striklaga, 7–10 mm löng, 0,5–1 mm á breidd, buguð í endann. Flotblöðin frambreið (um 2 mm), með ávölum enda og mynda þétta þyrpingu á greinendum í vatnsyfirborðinu (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin í blaðöxlunum, einkynja, blómhlífarlaus. Karlblómin aðeins með einum fræfli. Kvenblómin með einni frævu og tveim frænum (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Aldinið móleitt, öfugegglaga eða öfughjartalaga, örlítið ílangt.

Greining

Líkist síkjabrúðu og laugabrúðu. Síkjabrúða hefur lengri kafblöðum og á klónni á enda þeirra og einnig á skerðingu í enda flotblaðanna. Laugabrúðan hefur breiðari og kringluleitari, þrítauga flothvirfingblöð.

Útbreiðsla - Vorbrúða (Callitriche palustris)
Útbreiðsla: Vorbrúða (Callitriche palustris)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Thank you!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |