Laugabrúða (Callitriche stagnalis)

Mynd af Laugabrúða (Callitriche stagnalis)
Mynd: Hörður Kristinsson
Laugabrúða (Callitriche stagnalis)

Útbreiðsla

Hún er algeng um sunnan- og suðvestanvert landið hvort heldur er í volgum eða köldum jarðvegi. Annars staðar á landinu er hún fátíð, og þá nær eingöngu þar sem jarðhiti er. Laugabrúðan vex einkum á láglendi neðan 200 m, hæst fundin í 740 m hæð í Hattveri á Landmannaafrétti og í 600 m við Landmannalaugar (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Kjörlendi laugabrúðunnar eru laugar, laugalækir og síki. Hún vex einnig í volgum uppsprettum (Hörður Kristinsson 1998).

Lýsing

Vatnajurt sem er mishá eftir vatnsdýpi (10–30 sm) og hefur bæði kafblöð og flotblöð. Blómstrar lítt áberandi blómum í júlí.

Blað

Kafblöðin eru gagnstæð, striklaga eða spaðalaga; blaðhvirfingarnar í yfirborðinu með tiltölulega breiðum (2–4 mm) og ávölum blöðum sem oftast eru áberandi þrítauga (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin einkynja; karlblómin með einum fræfli, kvenblómin með einni frævu og tveim frænum (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Aldinið móleitt með mjóum himnuvæng á jöðrum, 1,2–1,5 mm og uppréttum frænum (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Hún hefur miklu breiðari og styttri blöð en síkjabrúðan og vorbrúðan, oftast þrístrengjótt (Hörður Kristinsson 1998).

Útbreiðsla - Laugabrúða (Callitriche stagnalis)
Útbreiðsla: Laugabrúða (Callitriche stagnalis)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |