Lófótur (Hippuris vulgaris)

Mynd af Lófótur (Hippuris vulgaris)
Mynd: Hörður Kristinsson
Lófótur (Hippuris vulgaris)

Útbreiðsla

Hann er algengur um allt land, þó fátíður á hálendinu og varla ofan 600 m hæðar (Hörður Kristinsson - floraislands.is). Fræin berast með fuglum og vatni (Lid og Lid 2005).

Búsvæði

Tjarnir og vatnavik, votlendi sem vatn flýtur yfir, stundum í djúpum lækjum sem grafast í mólög.

Lýsing

Nokkuð stórgerð vatnajurt (20–60 sm) með kransstæðum blöðum og örsmáum blómum. Blómgast í júlí.

Blað

Stönglarnir 2–3 mm gildir, standa að mestu upp úr vatninu og eru alsettir kransstæðum blöðum. Í hverjum kransi eru gjarnan átta til tólf blöð, striklaga eða lensulaga, 1–1,5 sm að lengd á þeim hlutum stöngla sem standa upp úr en töluvert lengri (2–3 sm) og læpulegri niðri í vatninu (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin örsmá, standa einstök í blaðöxlunum, tvíkynja, yfirsætin. Blómhlífin einföld, myndar aðeins fjóra smásepa sem standa út úr frævunni ofanverðri. Ein fræva og einn fræfill í hverju blómi (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Hnetur (Lid og Lid 2005).

Greining

Líkist flæðalófóti sem er heldur lágvaxnari og hefur breiðari blöð sem standa fjögur til sex saman í kransi. Hann vex aðeins á sjávarflæðum eða í síkjum út frá þeim.

Útbreiðsla - Lófótur (Hippuris vulgaris)
Útbreiðsla: Lófótur (Hippuris vulgaris)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Thank you!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |