Laugadepla (Veronica anagallis-aquatica)

Útbreiðsla

Getur hún myndað þar þéttar breiður. Hún er sjaldgæf, finnst einkum á Suðvesturlandi (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Vistgerðir

Vex aðeins við laugar og í volgum lækjum (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Lýsing

Meðalhá jurt (20–50 sm) með heilrend blöð og bláleita blómklasa. Blómgast í júlí–ágúst.

Blað

Getur myndað þéttar breiður. Stönglarnir eru oftast uppréttir eða fljóta í vatni. Laufblöðin gagnstæð, egglaga eða breiðoddbaugótt, 2–8 sm á lengd, heilrend eða með örsmáum tannörðum, nær hárlaus, óstilkuð (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin mörg saman í klösum sem standa í blaðöxlunum. Blómleggir 3–6 mm á lengd, með stuttum kirtilhárum. Blómin 4–5 mm í þvermál. Krónan ljósfjólublá með fjórum, misstórum krónublöðum. Bikarblöðin græn, breiðoddbaugótt, 2–3 mm á lengd. Tveir fræflar. Ein fræva með einum stíl (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Aldinið ívið styttra en bikarblöðin (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Þekkist frá öðrum deplum á gagnstæðum blómklösum, hárlausum og stórblöðóttum sprotum.

Válistaflokkun

VU (tegund í nokkurri hættu)

ÍslandHeimsválisti
VU LC

Forsendur flokkunar

Laugadepla flokkast sem tegund í nokkurri hættu þar sem vaxtarsvæði tegundarinnar er takmarkað, u.þ.b. 13 km2.

Viðmið IUCN: D2

D. Stofn talinn mjög lítill eða með mjög takmarkaða útbreiðslu.D2. Restricted area of occupancy or number of locations with a plausible future threat that could drive the taxon to CR or EX in a very short time.

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2008: Laugadepla er á válista í hættuflokki VU (í yfirvofandi hættu).

Válisti 1996: Laugadepla er á válista í hættuflokki VU (í yfirvofandi hættu).

Útbreiðslukort

Myndir

Höfundur

Hörður Kristinsson 2007, Starri Heiðmarsson, Pawel Wasowicz 2018

Vex aðeins við laugar og í volgum lækjum (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Biota

Tegund (Species)
Laugadepla (Veronica anagallis-aquatica)