Fjalladepla (Veronica alpina)

Mynd af Fjalladepla (Veronica alpina)
Mynd: Hörður Kristinsson
Fjalladepla (Veronica alpina)

Útbreiðsla

Algeng um land allt til fjalla, einkum í 300–1100 m hæð. Hana vantar víða á láglendi, einkum í snjóléttari sveitum (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Fjallshlíðar, bollar, snjódældir og lækjardrög (Hörður Kristinsson 1998).

Lýsing

Lágvaxin planta (7–15 sm) með blöðóttan stöngul og dökkblá blóm. Blómgast í júní–júlí.

Blað

Stöngullinn blöðóttur. Blöðin oddbaugótt eða öfugegglaga, randhærð neðan til, ofurlítið sljótennt, stilklaus eða stilkstutt (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin eru 3–5 mm í þvermál, í stuttum klasa, dökkblá, leggstutt. Krónublöðin misstór. Bikarblöðin dökkblágræn eða svarblá, með grófum hvítum randhárum. Fræflar tveir, ein fræva með einum stíl (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Aldinið 4–6 mm á lengd, oftast hárlaust, sýlt í endann og með örstuttum (1 mm) stíl (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist helst maríuvendlingi en hann er alveg hárlaus. Steindepla er með stærri og flatari krónu og einnig rautt belti innst í blóminu. Eins hefur steindepla minni og snoðnari blöð.

Útbreiðsla - Fjalladepla (Veronica alpina)
Útbreiðsla: Fjalladepla (Veronica alpina)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Thank you!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |