Skriðdepla (Veronica scutellata)

Mynd af Skriðdepla (Veronica scutellata)
Mynd: Hörður Kristinsson
Skriðdepla (Veronica scutellata)

Útbreiðsla

Víða um landið en síður inni á miðhálendinu (Hörður Kristinsson 1998).

Búsvæði

Deiglendi, einkum meðfram tjarnabökkum, í uppþornuðum tjarnastæðum og annars staðar þar sem kyrrstætt vatn safnast fyrir (Hörður Kristinsson 1998 og floraislands.is).

Lýsing

Jarðlæg jurt, 10–20 sm löng, með hárlausum, lensulaga blöðum og litlum, ljósfjólubláum blómum. Blómgast í júlí.

Blað

Skriðul, jarðlæg jurt með gagnstæðum, 10–20 mm löngum, lensulaga, oddmjóum, heilrendum og hárlausum blöðum (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin legglöng, í greindum, stakstæðum blómskipunum í öxlum efri laufblaða eða háblaða. Krónan 3–4 mm í þvermál, ljósfjólublá, með fjórum krónublöðum. Bikarblöðin græn, sporbaugótt eða oddbaugótt. Tveir fræflar. Ein fræva með einum stíl (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Aldin hjartalaga (Hörður Kristinsson 1998).

Útbreiðsla - Skriðdepla (Veronica scutellata)
Útbreiðsla: Skriðdepla (Veronica scutellata)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |