Flóajurt (Persicaria maculosa)

Mynd af Flóajurt (Persicaria maculosa)
Mynd: Hörður Kristinsson
Flóajurt (Persicaria maculosa)

Útbreiðsla

Finnst allvíða á Suður- og Suðvesturlandi þar sem jarðhita gætir og er einnig á Reykjanesi við Ísafjarðardjúp (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Jarðhitasvæði, við hveri, laugar, garða og gróðurhús (Hörður Kristinsson 1998).

Lýsing

Fremur hávaxin jurt (20–60 sm) með lensulaga blöðum og hvítleitum eða rauðbleikum blómklösum.

Blað

Einær jurt. Blöðin eru lensulaga, odddregin, stuttstilkuð og mjókka jafnt niður að stilknum. Blaðslíðrin randhærð, himnukennd (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin hvítleit eða rauðbleik, mörg saman í klasa á stöngulendum (Hörður Kristinsson 1998 og floraislands.is).

Válisti

VU (tegund í nokkurri hættu)

Ísland Heimsválisti
VU LC

Forsendur flokkunar

Flóajurt flokkast sem tegund í nokkurri hættu þar sem vaxtarsvæði tegundarinnar er takmarkað, u.þ.b. 11 km2.

Viðmið IUCN: D2

D. Stofn talinn mjög lítill eða með mjög takmarkaða útbreiðslu.
D2. Restricted area of occupancy or number of locations with a plausible future threat that could drive the taxon to CR or EX in a very short time.

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2008: Flóajurt er á válista í hættuflokki VU (í yfirvofandi hættu).

Válisti 1996: Flóajurt er á válista í hættuflokki VU (í yfirvofandi hættu).

Útbreiðsla - Flóajurt (Persicaria maculosa)
Útbreiðsla: Flóajurt (Persicaria maculosa)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |