Sandlæðingur (Glaux maritima)

Útbreiðsla

Mjög sjaldgæfur, aðeins fundinn á Vesturlandi (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Vistgerðir

Sjávarfitjar (Hörður Kristinsson 1998).

Lýsing

Smávaxin jurt (3–8 sm) með jarðlægum stönglum og blómstrar bleikum blómum í júlí–ágúst.

Blað

Jarðlægir stönglar með uppréttum greinum. Stöngullinn hárlaus, þéttblöðóttur. Laufblöðin gagnstæð, öfugegglaga eða oddbaugótt, dökkgræn, 6–12 mm á lengd, 2–4 mm á breidd, hárlaus (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin einstök í blaðöxlunum, fimmdeild. Blómhlífin einföld, hvít eða bleikleit með bleikrauðum dílum eða strikum. Blómhlífarblöðin samblaða en djúpt klofin, flipar ávalir. Fimm fræflar með bleikrauðum knappleggjum. Frævan ein, flöskulaga með einum stíl (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist engri annarri íslenskri tegund.

Válistaflokkun

VU (tegund í nokkurri hættu)

ÍslandHeimsválisti
VU NE

Forsendur flokkunar

Sandlæðingur flokkast sem tegund í nokkurri hættu þar sem vaxtarsvæði tegundarinnar er takmarkað, u.þ.b. 14 km2.

Viðmið IUCN: D2

D. Stofn talinn mjög lítill eða með mjög takmarkaða útbreiðslu.D2. Restricted area of occupancy or number of locations with a plausible future threat that could drive the taxon to CR or EX in a very short time.

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2008: Sandlæðingur er á válista í hættuflokknum VU (í yfirvofandi hættu).

Válisti 1996: Sandlæðingur er á válista í hættuflokknum VU (í yfirvofandi hættu).

Útbreiðslukort

Höfundur

Hörður Kristinsson 2007, Starri Heiðmarsson, Pawel Wasowicz 2018

Sjávarfitjar (Hörður Kristinsson 1998).

Biota

Tegund (Species)
Sandlæðingur (Glaux maritima)