Brekkumaríustakkur (Alchemilla glabra)

Búsvæði

Skóglendi, lækjarbakkar og skurðir, kýs helst nokkuð næringarríkan jarðveg (Lid og Lid 2005).

Lýsing

Stórvaxin jurt (30–60 sm) með smáum gulgrænum blómum, stórum handstrengjóttum blöðum með reglulega tenntum sepum.

Blað

Aðlæg hár á neðsta hluta stöngulsins, blaðstilkunum (eða hárlausir) en ekki alveg að blöðkunni og á allra ystu æðstrengjunum á neðra borði blaða. Blöð stór, nýrlaga, nokkuð breið með tiltölulega breiðu gapi. Blaðseparnir þríhyrningslaga, oftast með 13–15 breiðar tennur, þær ystu á sepanum eru þó oft stuttar og litlar (Lid og Lid 2005).

Blóm

Blómin í stórum kvíslskúfum, fjórdeild, sjaldan fimmdeild, lítil, græn til gulgræn, án krónublaða. Bikarinn með utanbikarblöð. Fjórir fræflar. Eitt fræblað (Lid og Lid 2005).

Aldin

Aldinið er hneta (Lid og Lid 2005).

Útbreiðsla - Brekkumaríustakkur (Alchemilla glabra)
Útbreiðsla: Brekkumaríustakkur (Alchemilla glabra)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |