Garðamaríustakkur (Alchemilla mollis)

Búsvæði

Í skrúðgörðum, vegköntum og klettaveggjum (Lid og Lid 2005).

Lýsing

Meðalhá jurt (15–40 sm) með smáum, gulgrænum blómum og stórum handstrengjóttum blöðum með reglulega tenntum sepum.

Blað

Grófgerð planta. Stöngull og blaðstilkar með útstæð hár. Blöð mjög stór með 9–11, rúnnaða sepa með mörgum (oftast 15–19), breiðum tönnum. Blaðkan nýrlaga, með nokkuð breitt gap við blaðstilkinn. Blöð með útstæð hár, bæði á neðra og efra borði (Lid og Lid 2005).

Blóm

Blómin í kvíslskúfum, fjórdeild, sjaldan fimmdeild, lítil, græn til gulgræn, án krónublaða. Bikarinn með utanbikarblöð. Bikarblöð með nokkur hár. Fjórir fræflar. Eitt fræblað. Blómstilkar hárlausir (Lid og Lid 2005).

Aldin

Aldinið er hneta (Lid og Lid 2005).

Útbreiðsla - Garðamaríustakkur (Alchemilla mollis)
Útbreiðsla: Garðamaríustakkur (Alchemilla mollis)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Thank you!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |