Nýrnamaríustakkur (Alchemilla murbeckiana)

Búsvæði

Opinn skógur, lækjabakkar, vegkantar, tún og annað ræktarland (Lid og Lid 2005).

Lýsing

Fremur lágvaxin jurt (15–25 sm) með smáum gulgrænum blómum og stórum handstrengjóttum blöðum með reglulega tenntum sepum.

Blað

Oftast smá og frekar fíngerð jurt. Stöngull hærður upp að neðstu blómstilkunum. Blöð nýrlaga, þunn, með breiðu gapi við stilkinn. Blaðsepar þríhyrningslaga en með ávölum línum. Tennur stuttar og eilítið klóbognar, í það minnsta á ungum plöntum (Lid og Lid 2005).

Blóm

Blómin í kvíslskúfum, fjórdeild, sjaldan fimmdeild, lítil, græn til gulgræn, án krónublaða. Bikarinn með utanbikarblöð. Fjórir fræflar. Eitt fræblað (Lid og Lid 2005).

Aldin

Aldinið er hneta (Lid og Lid 2005).

Útbreiðsla - Nýrnamaríustakkur (Alchemilla murbeckiana)
Útbreiðsla: Nýrnamaríustakkur (Alchemilla murbeckiana)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Thank you!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |