Hagamaríustakkur (Alchemilla subcrenata)

Mynd af Hagamaríustakkur (Alchemilla subcrenata)
Mynd: Hörður Kristinsson
Hagamaríustakkur (Alchemilla subcrenata)

Búsvæði

Ræktarland og tún, hagar og skurðir. Oftast þar sem nægur raki og næringarefni (Lid og Lid 2005).

Lýsing

Fremur stórvaxin jurt (30–60 sm) með smáum gulgrænum blómum og stórum handstrengjóttum blöðum, með reglulega tenntum sepum.

Blað

Grófgerð planta með háa og beina blaðstilka. Hár útstæð, gisin og oftast nokkuð niðurvísandi á blaðstilkum og neðri hluta stönguls. Blöð stór, þunn og oftast gulgræn, oftast með djúpar hrukkur, jafnhærð á neðra borði. Strjál hár í fellingunum á efra borði, stundum að hluta hárlaus. Blöð skarp nýrlaga með þröngu gapi við blaðstilkinn, blaðseparnir við stilkinn jafnframt oft uppsveigðir. Blaðsepar sjö til níu, breiðir. Miðsepinn hefur breiðar, þríhyrningslaga tennur, misstórar, þær stærstu oftast á ytri hluta sepans (Lid og Lid 2005).

Blóm

Blómin í kvíslskúfum, fjórdeild, sjaldan fimmdeild, lítil, græn til gulgræn, án krónublaða. Bikarinn með utanbikarblöð. Fjórir fræflar. Eitt fræblað. Blómstilkurinn hárlaus (Lid og Lid 2005).

Aldin

Aldinið er hneta (Lid og Lid 2005).

Útbreiðsla - Hagamaríustakkur (Alchemilla subcrenata)
Útbreiðsla: Hagamaríustakkur (Alchemilla subcrenata)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Thank you!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |