Silfurmaríustakkur (Alchemilla wichurae)

Útbreiðsla

Algengastur sunnan- og vestanlands (Hörður Kristinsson 1998).

Búsvæði

Einkum í klettum eða brekkum móti sól (Hörður Kristinsson 1998).

Lýsing

Meðalhá jurt (15–30 sm) með smáum gulgrænum blómum, stórum, handstrengjóttum blöðum og reglulega tenntum sepum.

Blað

Oftast smávaxin og nokkuð fíngerð. Stöngull aðeins hærður neðst. Blöð kringlótt, þunn, skállaga, lítið eða ekkert gap við blaðstilkinn. Blaðsepar rúnnaðir, með V-laga skorur á milli sepanna, tennur smáar og spísslaga með smá hárum, nokkuð klólaga, ystu tennurnar minni en hinar (Lid og Lid 2005).

Blóm

Blómin í kvíslskúfum, fjórdeild, sjaldan fimmdeild, lítil, græn til gulgræn, án krónublaða. Bikarinn með utanbikarblöð. Fjórir fræflar. Eitt fræblað. Blómleggir langir (Lid og Lid 2005).

Aldin

Aldinið er hneta (Lid og Lid 2005).

Greining

Silfurmaríustakkur hefur aðlæg hár á blaðstilkum líkt og hnoðamaríustakkur en er hárlaus á efra borði blöðkunnar eða aðeins aðhærður á blaðstrengjunum. Hann hefur sérlega granna og oftst rauðleita blómstöngla. Hann er einnig hitakærari en hinar tegundirnar.

Útbreiðsla - Silfurmaríustakkur (Alchemilla wichurae)
Útbreiðsla: Silfurmaríustakkur (Alchemilla wichurae)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Thank you!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |