Engjarós (Comarum palustre)

Mynd af Engjarós (Comarum palustre)
Mynd: Hörður Kristinsson
Engjarós (Comarum palustre)
Mynd af Engjarós (Comarum palustre)
Mynd: Hörður Kristinsson
Engjarós (Comarum palustre)

Útbreiðsla

Algeng í mýrum á láglendi um allt land. Engjarósin fer lítið upp fyrir 5–600 m í fjalllendi (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Almennt

Engjarósin hefur einnig gengið undir nöfnunum blóðsóley, fimmfingragras, fimmlaufungur, horsóley, kóngshattur, krosslauf, mýratág og þrifablaðka. Talið er að nafnið horsóley sé vísun í hve hey eru léleg þar sem engjarósin vex (Ágúst H. Bjarnason 1994).

Nytjar

Engjarós má nota til að lita ull rauða (Ágúst H. Bjarnason 1994).

Búsvæði

Deiglendi, engjar og mýrar.

Lýsing

Meðalhá planta (15–25 sm) með tennt, fimmfingruð blöð og dumbrauð blóm. Blómgast í júní.

Blað

Blöðin stakstæð, fjöðruð, með fimm, sjaldan sjö, oddbaugóttum eða öfugegglaga, reglulega tenntum smáblöðum sem eru svo þéttstæð að blöðin virðast stundum fremur fingruð en fjöðruð, ljósgrágræn, hærð á neðra borði, axlablöðin löng, vaxin upp á miðjan blaðstilkinn (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin eru fimmdeild. Bikarblöðin stór (8–12 mm), dumbrauð, oddmjó. Krónublöðin miklu styttri (4–5 mm), rauð og oddmjó. Fræflar margir með dumbrauðar frjóhirslur. Margar litlar frævur á kúptum blómbotni (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Frævurnar verða að rauðum hnetum svo að aldinið líkist jarðarberjum (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Greining

Líkist engri annarri íslenskri tegund. Auðþekkt bæði í blómum og blöðum.

Útbreiðsla - Engjarós (Comarum palustre)
Útbreiðsla: Engjarós (Comarum palustre)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Thank you!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |