Hindber (Rubus idaeus)

Lýsing

Meðalhár hálfrunni (0,5–1,5 m) með tennt blöð, nállaga þyrna á stönglum og hvíta blómklasa sem þroskast yfir í rauða berjaklasa.

Blað

Dreifir sér mikið með rótarskotum. Stönglar með beina, nállaga, veikbyggða þyrna. Árssprotar uppréttir, neðri blöð með tvö til þrjú fjaðurpör, efri blöðin þrífingruð. Tveggja ára sprotarnir oft sveigðir með þrífingruð blöð. Smáblöð odddregin, hvíthærð á neðra borði (Lid og Lid 2005).

Blóm

Greinar blómstra fyrst tveggja ára. Blóm hanga oftast. Bikarblöð gráloðin, mjó þríhyrningslaga. Krónublöð hvít, lítil og mjó, upprétt (Lid og Lid 2005).

Aldin

Aldin rauð, sjaldan ljósgul (Lid og Lid 2005).

Útbreiðsla - Hindber (Rubus idaeus)
Útbreiðsla: Hindber (Rubus idaeus)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |