Þúfusteinbrjótur (Saxifraga cespitosa)

Mynd af Þúfusteinbrjótur (Saxifraga cespitosa)
Mynd: Hörður Kristinsson
Þúfusteinbrjótur (Saxifraga cespitosa)

Útbreiðsla

Einn af algengari steinbrjótum landsins. Hann vex um allt land frá láglendi upp í meir en 1500 m hæð (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Melar, gil, skriður, utan í klettum og grýttum rindum (Hörður Kristinsson 1998).

Lýsing

Lágvaxin jurt (5–15 sm) með þúfumyndandi blaðhvirfingum og hvítleitum, fimmdeildum blómum. Blómgast í maí–júní.

Blað

Blöðin í þéttum litlum hvirfingum á stuttum, oft þúfumyndandi blaðsprotum, niðurmjó og frambreið með þrem til fimm odddregnum tönnum að framan. Stöngullinn þéttsettur rauðum kirtilhárum (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin eru 8–15 mm í þvermál. Krónublöðin hvít eða rjómagul, um helmingi lengri en bikarblöðin. Fræflar tíu, frævan klofin í toppinn með tveim stílum (Hörður Kristinsson 1998).

Afbrigði

Þúfusteinbrjót er oft skipt í tvær deilitegundir, ssp. caespitosa og ssp. secipiens, sem sumir telja sjálfstæðar tegundir og hefur sú síðarnefnda verið nefnd toppasteinbrjótur (Saxifraga rosacea) (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist helst mosasteinbrjót en hann hefur langa, gisblöðótta blaðsprota auk þess sem hann er heldur stærri og ber stærri blóm.

Útbreiðsla - Þúfusteinbrjótur (Saxifraga cespitosa)
Útbreiðsla: Þúfusteinbrjótur (Saxifraga cespitosa)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |