Mynd: Hörður Kristinsson
Snæsteinbrjótur (Saxifraga nivalis)
Útbreiðsla
Algengur til fjalla um allt land, á láglendi finnst hann einnig í skuggsælum gljúfrum og klettum (Hörður Kristinsson - floraislands.is).
Búsvæði
Klettar og gljúfur á láglendi, algengur á hálendi (Hörður Kristinsson 1998).
Lýsing
Lágvaxin jurt (8–16 sm) með gróftennt blöð í stofnhvirfingu og hvít blóm í hnapp efst á stönglinum. Blómgast í júní–júlí.
Blað
Stöngullinn loðinn, blaðlaus fyrir neðan blómskipanina. Blöðin í stofnhvirfingu, vængstilkuð. Blaðkan nær kringlótt, gróftennt, 1–2 sm á breidd (Hörður Kristinsson 1998).
Blóm
Blómin standa allmörg saman í hnapp efst á stönglinum, fimmdeild, um 5–6 mm í þvermál, hvít, stundum grænleit eða bleikleit. Bikarinn klofinn nær til miðs, grænn eða rauður. Fræflar tíu, frævan klofin í toppinn með tvo stíla (Hörður Kristinsson 1998).
Greining
Líkist helst dvergsteinbrjóti sem er miklu smærri, með stuttstilkuð eða stilklaus blöð og frænin niðurbeygðari. Náskyldar tegundir sem ekki verða alltaf örugglega aðgreindar.
Útbreiðsla: Snæsteinbrjótur (Saxifraga nivalis)
Höfundur
Var efnið hjálplegt?
Aftur upp