Varpútbreiðsla

Útbreiðsla varpfuglanna er afar misjöfn. Sumar tegundir verpa nánast um land allt, eins og rjúpa og snjótittlingur. Sandlóa, heiðlóa, lóuþræll og þúfutittlingur eru einnig mjög útbreiddir og verpa víða í hálendinu. Aðrar tegundir eru útbreiddar á láglendi, til dæmis stelkur, eða á hálendi eins og heiðagæs. Sumar tegundir verpa fyrst og fremst með ströndum fram, til að mynda tjaldur. Loks má nefna tegundir sem verpa í tiltölulega fáum en oft afar stórum byggðum eins og súla og lundi eða tegundir sem hafa mjög takamarkaða útbreiðslu eins og húsönd.

Snjótittlingur
Mynd: Daníel Bergmann

Snjótittlingur verpir nánast um land allt

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Thank you!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |