Skógarkerfill fetar í fótspor lúpínunnar


Skaðleg ummerki á alaskaösp eftir asparglyttur (Phratora vitellinae) á Mógilsá í Kollafirði 18. júní 2007. Ljósm. Erling Ólafsson.
Skógarkerfill í gömlum túnjaðri við Mógilsá í Esjuhlíðum. Ljósm. Sigurður H. Magnússon 26. júní 2007.

Skógarkerfillinn flokkast sem ágeng tegund, en alþekkt er að plöntu- og dýrategundir sem fluttar eru í ný heimkynni til ræktunar eða annarra nota geta tekið að breiðast óheft út og valdið tjóni á villtri náttúru eða ræktarlandi. Aukin útbreiðsla slíkra tegunda er talin ein helsta ógn við líffræðilega fjölbreytni í heiminum næst á eftir eyðileggingu búsvæða.

Önnur slík tegund er alaskalúpína Lupinus nootkatensis, sem á undanförnum árum hefur litað stór svæði á landinu blá. Nú er skógarkerfill smám saman að leggja lúpínubreiðurnar undir sig enda er kjörlendi hans frjósamur jarðvegur. Í Eyjafirði hafa verð gerðar tilraunir til að eyða skógarkerfli með varnarefnum, en til þess að uppræta hann má reyna að beita landið eða slá það nokkrum sinnum á sumri.

Meira um skógarkerfil hér.