Náttúrufræðistofnun Íslands tekur þátt í Vísindavöku

28.09.2007

Náttúrufræðistofnun Íslands tekur þátt í Vísindavöku í dag á milli kl. 17 og 21. Rannís stendur fyrir vökunni í þriðja sinn en hún verður haldin í Listasafni Reykjavíkur. Dagurinn er tileinkaður evrópskum vísindamönnum og haldinn hátíðlegur í helstu borgum Evrópu.

Skriðlíngresi, Agrostis stolonifera. Ljósm. Hörður Kristinsson

Náttúrufræðistofnun Íslands verður með sýningu á vökunni og er yfirskrift hennar ‘Njósnað um ferðir fugla’. Gefin verður innsýn í þrjár mismunandi gerðir rafeindamerkinga til að fylgjast með ferðum fugla, og verða veggspjöld, myndband og sýnishorn til staðar til að kynna þetta nánar. Jafnframt verða nokkrir af fuglafræðingum stofnunarinnar á staðnum til að veita frekari upplýsingar og svara spurningum gesta.

Ýmislegt verður í boði fyrir börnin, s.s. myndir og flettibækur, ásamt getraun sem allir geta tekið þátt í.

Skriðlíngresi, Agrostis stolonifera. Ljósm. Hörður Kristinsson