Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands 2007

29.10.2007
Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands var haldinn í 14. sinn föstudaginn 26. október á Hótel Loftleiðum. Umhverfisráðherra, Þórunn Sveinbjarnardóttir, flutti ávarp þar sem hún ræddi m.a. um mikilvægi þess að styrkja stöðu náttúruverndar á Íslandi með því að veita aukið fé til rannsókna á grunnþáttum náttúrunnar og að leggja mat á gildi friðlýstra svæða. Eftir ávarp ráðherra flutti Jón Gunnar Ottósson, forstjóri, skýrslu stofnunarinnar þar sem fram kom m.a. að loksins hyllir undir raunverulega lausn á langvinnum húsnæðisvanda stofnunarinnar. Eftir nýafstaðið útboð hefur verið ákveðið að ganga til lokasamninga við fyrirtækið Urriðaholt ehf. um byggingu nýs húsnæðis fyrir stofnunina í Urriðaholti, Garðabæ, sem ljúka á fyrir haustið 2009.
Arnþór Garðarsson, prófessor Hörður Kristinsson, grasafræðingur, sæmdur gullmerki Náttúrufræðistofnunar Íslands
Arnþór Garðarsson, prófessor, tók á móti Heiðursviðurkenningu Náttúrufræðistofnunar Íslands. Ljósm. Ágúst Ú. Sigurðsson. Hörður Kristinsson, grasafræðingur, sæmdur gullmerki Náttúrufræðistofnunar Íslands. Ljósm. Ágúst Ú. Sigurðsson.