Vaxandi áhyggjur af sjófuglastofnum í Norðurhöfum


Kreppuástand ríkir meðal sjófugla og er lundinn meðal þeirra tegunda sem eiga erfitt uppdráttar. Ljósm. Erling Ólafsson.

Ótvíræðar en flóknar breytingar eru að eiga sér stað á vistkerfi sjávar sem undirstrikar enn frekar en áður þörf fyrir að stjórna betur þáttum sem hafa áhrif á sjófugla og unnt er að stjórna, svo sem fiskveiðum í atvinnuskini, olíumengun, nytjum á sjófuglum og mengun af völdum eiturefna. Þetta er meginniðurstaða hóps sjófuglafræðinga sem hittist í Færeyjum í septemberlok.

Fréttatilkynning NÍ.