Síðasta tækifæri að skoða Náttúrugripasafnið


Gestir í Náttúrugripasafninu við Hlemm. Ljósm. Erling Óalfsson

Náttúrugripasafnið á sér langa sögu, en það var stofnað árið 1889 af Hinu íslenska náttúrufræðafélagi. Lengst af var það til húsa í Safnahúsinu við Hverfisgötu, árin 1908 til 1960. Árið 1967 var sýningarsafnið sett upp í húsnæði Náttúrufræðistofnunar við Hlemmtorg, en nú er það skeið á enda runnið rúmum 40 árum síðar.

Náttúrufræðistofnun Íslands fær nýtt og betra húsnæði fyrir starfsemi sína á næsta ári í Urriðaholti í Garðabæ. Þangað flytur stofnunin ásamt hinum margvíslegu náttúrugripa- og heimildasöfnum sínum, en ekki er gert ráð fyrir sýningarsölum í húsnæðinu í samræmi við fyrrnefnda lagasetningu. Nú þegar er farið að huga að flutningi stofnunarinnar og er lokun sýningarsafnsins óhjákvæmileg afleiðing þess.

Nú er síðasta tækifæri að skoða þetta sögufræga safn!

Fram til 1. apríl verður Náttúrugripasafnið opið þriðjudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga frá kl. 13.30 til 16.00 og er aðgangur ókeypis. Um páska verður safnið einungis opið laugardaginn fyrir páska frá kl. 13.30 til 16.00.

Náttúrufræðistofnun Íslands vill jafnframt benda á glæsilega sýningu sína um Surtsey sem stendur nú yfir í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu og er sýningin opin alla daga frá kl. 11.00 til 17.00. Um páska verður sýningin opin á skírdag, laugardag fyrir páska og á annan í páskum frá kl. 11 til 17. Lokað verður á föstudaginn langa og páskadag.