Funga Nordica komin út

Eins og nafnið ber með sér er hér um að ræða norræna fungu og er fjallað um 2675 tegundir hatt- og pípusveppa sem vaxa á einhverju Norðurlandanna ef frá eru taldar 114 tegundir frá grannlöndum sem bætt var í bókina til að auka notagildi hennar nokkuð suður eftir norðurhveli jarðar. Bókin byggir á flokkunarkerfi svepparíkisins frá 2006 og er aukin, uppfærð og endurbætt gerð bókarinnar Nordic Macromycetes vol. 2 sem kom út 1992. Bókin er sett upp sem greiningarlykill með nokkuð staðgóðum lýsingum tegunda ásamt teikningum af smásæjum einkennum margra þeirra. Með lýsingu hverrar tegundar er talið upp á hverju Norðurlandanna hún finnist, flokkun á válista hvers lands, helstu búsvæði, tíðni og útbreiðslu og í hvaða gróðurbeltum hún vex, hvar finna má myndir af henni og helstu samheiti. Höfundar eru 41 frá 16 löndum, þó flestir frá Norðurlöndunum.


Bókina má panta á netinu, t.d. hjá Svampetryk, bóksölu danska sveppafræðifélagsins, og kostar hún 550 DKK auk sendingarkostnaðar. Bókin er á ensku, 965 blaðsíður og vegur 2,2 kg. ISBN: 978-87-983961-3-0.

Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir sveppafræðingur á Náttúrufræðistofnun kom að gerð bókarinnar fyrir hönd Íslands og sá um að gera lista yfir þær tegundir sem vaxa á Íslandi (merktar með IS í bókinni) og árið 2007, eftir að höfundar höfðu skilað köflum sínum í handriti, þá bætti hún inn upplýsingum um útbreiðslu tegundanna og áætlaða tíðni þeirra hérlendis. Við þá yfirferð kom reyndar í ljós að margt þarf að rannsaka nánar í fungu Íslands og sökum óvissrar greiningar sumra íslenskra tegunda var ekki skráð að þær yxu hugsanlega hérlendis heldur var því sleppt alveg.

Grunnur bókarinnar var Nordic Macromycetes vol. 2 sem var unnin í samvinnu norrænna sveppafræðinga og á upphaf sitt á þingi norrænna sveppafræðinga (Nordic Mycological Congress) árið 1976. Helgi Hallgrímsson sá um upplýsingar um íslenska fungu í þeirri bók. Sú bók hefur frá því hún kom út verið mikið notuð við greiningar hattsveppa um allan heim. Hins vegar hafði ýmsum tegundum verið sleppt við gerð hennar, upplagið var á þrotum og ýmislegt hafði breyst í flokkunarkerfi hattsveppa frá því hún var skrifuð. Á 16. þingi norrænna sveppafræðinga árið 2003 var ákveðið að bæta úr þessu og gefa út Funga Nordica og var það staðfest á 17. þingi þeirra árið 2005. Höfðinglegur styrkur frá Aage V. Jensens Naturfond greiddi vinnu annars ritstjórans í tvö ár. Ritstjórarnir stjórnuðu starfinu af festu og gekk það nokkurn veginn samkvæmt áætlun.

Í byrjun bókarinnar eru skýringar hugtaka og skýringarmyndir ásamt útlistun á því hvernig bókin er uppbyggð, kortum af gróðurbeltum og skiptingu landanna í landshluta sem notaðir eru þegar fjallað er um útbreiðslu tegunda. Það var Anette Meier kortagerðarkona á Náttúrufræðistofnun sem teiknaði kortið með skiptingu Íslands.

Sem dæmi um texta bókarinnar er hér fyrir neðan hluti lykils um serki, ættkvíslina Amanita, þar sem fengist er við tegundina berserk, A. muscaria tekið af mynddisknum:


„Key A: Subgen. Amanita sect. Amanita. Ring present; sp non-amyloid

  1. Cap red, sometimes discolouring to pale orange. Cap 60-200 mm, hemispherical, then convex to expanded; universal veil forming loose, white to yellowish fragments on the cap; gills white; stem 80-250 x 10-25 mm, cylindrical to clavate, pruinose to floccose, white, with an up to 50 mm broad basal bulb with concentrical rings of volval scales; ring membranous, white with a yellowish margin. Sp 8-10 x 6-7 μm, broadly ellipsoid. Under deciduous trees and conifers, most common under Betula, Pinus and Picea, in particular on sandy or peaty soil; summer to autumn; very common in temp.-suba., but occasional in IS; DK (LC), FI (LC), FO, IS, NO (LC), SE (LC). – C&D 837, FE 9: phot. 18, Phil 140ab, R&H 397, Ves 266, . – Poisonous.

A. muscaria (L.: Fr.) Lam. var. muscaria

var. regalis (Fr.) Bertill. (A. regalis (Fr.) Michael) differs in having a brown cap. In coniferous and mixed forests and in subalpine Betula forests, mostly with Picea, rarely with Betula; common in hemib.-suba., occasional in temp., but in DK only with one record; DK (NE, WJyl: Marbæk Plt.), FI (LC), NO (LC), SE (LC). – Däh 465, FE 9: phot. 27, pl. 26, GBW 4:19, R&H 398, Sieniop 95. – Poisonous.

Note: A. muscaria, the fly agaric, has been used as an insecticide as well as for different types of spiritual and medicinal purposes.

Vesterholt, J. 2008. Amanita. – In: Knudsen, H. & Vesterholt, J. (eds.): Funga Nordica, 326-333. Pdf version from MycoKey 3.1. © Nordsvamp 2008 and the author(s).“