Alþjóðlegi farfugladagurinn 9. maí 2009

Umhverfisráðuneytið, Náttúrufræðistofnun Íslands, Umhverfisstofnun, Sveitarfélagið Álftanes, Fugla- og náttúruverndarfélag Álftaness og Fuglavernd halda sameiginlega upp á daginn.

 

Dagskrá

  • 13.00 – 16.00. Upplýsingastöð í Álftanesskóla. Aðgengilegar verða upplýsingar um fugla, flug og farleiðir þeirra, fuglalíf og náttúru á Álftanesi, friðlýsingu Skerjafjarðar og Álftaness og dagskrá farfugladagsins.
  • 13.00 – 14.00. Kynning á fuglaljósmyndun í Álftanesskóla. Félagar í Fuglavernd fara yfir helstu atriði við ljósmyndun fugla og veita grunn leiðbeiningar. Farið verður í stutta göngu að Kasthúsatjörn þar sem hugað verður að fuglaljósmyndun og nokkrar myndir teknar.
  • 13.00 – 14.00. Fuglaskoðun og leiðbeining um greiningu fugla við Bessastaðatjörn (við bílastæði hjá Bessastaðakirkju). Félagar í Fuglavernd leiðbeina og aðstoða þátttakendur við greiningu og fuglaskoðun. Gott er að mæta með sjónauka.
  • 14.20 - 16.00 Gönguferð og fuglaskoðun umhverfis Bessastaðatjörn í fylgd heimamanna og félaga úr Fuglavernd til að fræðast um Álftanes og til fuglaskoðunar. Lagt af stað frá Álftanesskóla.

 

Ýmist upplýsingaefni um farfugla:

Fuglamerkingar á Íslandi í 75 ár.

Lóan.

Krían.

 

Vefur alþjóðlega farfugladagsins.

Vefur umhverfisráðuneytisins.

Vefur Umhverfisstofnunar.

Vefur Fuglaverndar.

Vefur Sveitarfélagsins Álftaness.