Málþing um Jarðminjagarða 24. mars í Salnum, Kópavogi

19.03.2010
Málþingið „Jarðminjagarðar á Íslandi - Eldfjallagarður á Reykjanesskaga“ verður haldið í Salnum Kópavogi miðvikudaginn 24. mars næstkomandi. Það eru Jarðfræðafélag Íslands, Náttúrustofa Suðurlands, Náttúrustofa Norðurlands vestra, Náttúrustofa Reykjaness, Náttúrufræðistofa Kópavogs, Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands sem standa að málþinginu og er það öllum opið.

Dagskrá:

Fundarstjóri: Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs

12:30 – 12:40 Setning
            Þorsteinn Sæmundsson, formaður Jarðfræðafélags Íslands og forstöðumaður
            Náttúrustofu Norðurlands vestra

12:40 – 12:50 Ávarp
            Svandís Svavarsdóttir, Umhverfisráðherra

12:50 – 13:00 Ávarp
            Óskar Bergsson, formaður Borgarráðs

13:00 – 13:20 Eldfjallagarður og jarðminjar á Reykjanesskaga
            Helgi Páll Jónsson, Náttúrustofu Norðurlands vestra

13:20 – 13:40 Jarðfræði Íslands, sérstaða og tengsl við heimsmynd jarðfræðinnar
            Ármann Höskuldsson, Jarðvísindastofnun Háskólans

13:40 – 14:00 Hvers virði er landslag?
            Hreggviður Norðdahl, Jarðvísindastofnun Háskólans

14:00 – 14:20 Hvað er jarðminjagarður?
            Lovísa Ásbjörnsdóttir, Umhverfisstofnun

14:20 – 14:40 Frá Þingvöllum til Reykjaness: Eldvirknigarður á Suðvesturlandi
            Ari Trausti Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur

14:40 – 15:10 Kaffi

15:10 – 15:30 Eldfjallagarður á Reykjanesskaga
            Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri Grindavík

15:30 – 15:50 Aðdráttarafl jarðfræðinnar – hugmyndir um geopark á Íslandi
            Rögnvaldur Ólafsson, Stofnun fræðasetra Háskóla Íslands

15:50 – 16:10 Jarðminjagarðar og ferðaþjónusta
            Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri

16:10 – 16:30 Jarðminjagarður á Suðurlandi
            Sveinn Pálsson, sveitarstjóri í VÍk

16:30 – 16:50 Frá Háleyjabungu að Hafnabergi: Jarðminjar, orka, náttúra
            Kristján Pálsson, formaður Ferðamálasamtaka Suðurnesja

16:50 – 17:10 Samband jarðfræðilegrar og líffræðilegrar fjölbreytni á Íslandi
            Skúli Skúlason, Rektor Háskólans á Hólum

17:10 – 17:20 Lokaorð
            Ingvar Atli Sigurðsson, forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands

Aðgangur ókeypis. Þátttaka tilkynnist á netfangið steini@nnv.is fyrir 22. mars.