Málþing til heiðurs Ingva Þorsteinssyni

27.04.2010

Náttúrufræðingurinn Ingvi Þorsteinsson fagnar um þessar mundir áttatíu ára afmæli. Ingvi hefur um áratuga skeið helgað störf sín gróðurvernd og landgræðslu og var hann m.a. einn af stofnendum Landverndar og sat þar lengi í stjórn. Ennfremur átti hann frumkvæði að stofnun Gróðurs fyrir fólk í Landnámi Ingólfs. Þekktastur er Ingvi fyrir að hafa haft veg og vanda að kortlagningu gróðurs á Íslandi og Grænlandi. Margar greinar og rit um landgræðslu, gróðurvernd og önnur náttúruverndarmál liggja eftir Ingva. Náttúrufræðingurinn Ingvi hefur alla tíð sinnt sínum störfum af mikilli ástríðu og hefur hann öðrum fremur haft lag á að hrífa með sér fólk málstað náttúruverndar til framdráttar.

Málþingið verður haldið í Norræna húsinu fimmtudaginn 29. apríl kl. 14:00.

Dagskrá