Villisveppir á barrnálabeði

26.04.2010

Hvað gerist þegar sveppafræðingur skreppur út í skóg með körfu og beittan hníf undir því yfirskini að safna sér sveppum í matinn til vetrarins? Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, sveppafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands, mun flytja erindi um sveppavertíðina 2009 á Akureyri næstkomandi miðvikudag.

Lerkisveppur Suillus grevillei. ©GGE


Í erindinu verða sagðar sögur af nokkrum ferðum út í skóg að safna sveppum sumarið 2009 með áherslu á allt það óvænta sem uppgötvaðist.

Erindið verður haldið miðvikudaginn 28. apríl kl. 12:15 í stofu R-312 á þriðju hæð, Borgum við Norðurslóð á Akureyri.

Erindið var haldið á Hrafnaþingi Náttúrufræðistofnunar fyrr á þessu ári, sjá nánari umfjöllun.