Starfsmenn Náttúrufræðistofnunar rita í Árbók Ferðafélags Íslands


Árbók Ferðafélags Íslands fjallar að þessu sinni um Friðland að Fjallabaki.

Í bókinni er allítarlegur kafli um náttúrufar í friðlandinu og er hann ritaður af sérfræðingum Náttúrufræðistofnunar Íslands. Þar fjalla þau Ásrún Elmarsdóttir, Kristinn Haukur Skarphéðinsson, Kristján Jónasson og Sigmundur Einarsson um gróðurfar, dýralíf og jarðfræði innan friðlandsins. Jarðfræði svæðisins einkennist einkum af eldvirkni og jarðhita en gróður og dýralíf taka einkum mið af veðurfari á hálendinu auk staðbundinna áhrifa frá jarðhita.

Náttúrufræðistofnun Íslands óskar Ferðafélaginu til hamingju með Árbókina.