Heimsþekktur þróunarfræðingur á málþingi um þróun menningar og framtíð Íslands

14.09.2010

Hinn virti þróunarfræðingur dr. David Sloan Wilson flytur aðalfyrirlestur á málþinginu Þróun menningar og framtíð Íslands sem haldið verður í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins miðvikudaginn 15. september kl. 12:10-15:00. Á málþinginu verður fjallað um menningu og mannlegt samfélag út frá kenningum Darwins og þróunarfræði og hefst það með hádegisfyrirlestri Wilsons.

Auk Wilsons munu nokkrir aðrir fræðimenn flytja stutt erindi á málþinginu þar sem þeir tengja þessa nýju nálgun í þróunarfræði við sín viðfangsefni, þ.á m. er Kristinn Pétur Magnússon erfðafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun og HA.

Frekari upplýsingar um dr. Wilson og málþingið er að finna í fréttatilkynningu.