Steypireyðurin komin suður yfir heiðar

14.09.2010

Eftir að steypireyði rak á land í lok ágúst í landi Ásbúða á Skaga var vinna hafin við að hreinsa holdið af beinum hennar með aðstoð gröfu og heimamanna undir stjórn Þorvaldar Björnssonar hamskera hjá Náttúrufræðistofnun. Nú er beinagrindin komin suður yfir heiðar.

Framgangur mála er sá að nú er flensun lokið á dýrinu og beinagrindin er komin suður yfir heiðar. Einnig er hreinsun beina lokið en suða og verkun beina er eftir. Þessi hluti ferlisins tekur langan tíma en gera má ráð fyrir að honum verði ekki lokið fyrr en eftir tvö til þrjú ár ef nægilegt fjármagn fæst. Ráðgert er að Kristján Loftsson hjá Hval hf. leggi til aðstöðu til suðu á beinunum.

Hér fyrir neðan sjást myndir frá flensuninni á steypireyðinni fyrir norðan:

Forarsveifa er ein af þeim smádýrategundum sem fræðast má um á pödduvef Náttúrufræðistofnunar. Ljósm. Erling Ólafsson.
Forarsveifa er ein af þeim smádýrategundum sem fræðast má um á pödduvef Náttúrufræðistofnunar. Ljósm. Erling Ólafsson.
Steypireyðurin mældist um 25 m á lengd, bækslin voru rúmir 3 m á lengd og haf sporðsins var um 5,3 m. Í bakgrunni sést ein af tveimur beltagröfum sem notaðar voru við verkið. Ljósm. Valur Örn Þorvaldsson. Steinn og Jóhann Rögnvaldssynir frá Hrauni flensa hér hvalinn. Ljósm. Valur Örn Þorvaldsson.


Forarsveifa er ein af þeim smádýrategundum sem fræðast má um á pödduvef Náttúrufræðistofnunar. Ljósm. Erling Ólafsson.
Forarsveifa er ein af þeim smádýrategundum sem fræðast má um á pödduvef Náttúrufræðistofnunar. Ljósm. Erling Ólafsson.
Haus steypireyðarinnar var rúmlega 6 m á lengd. Hér er verið að flensa hann. Ljósm. Þorvaldur Björnsson. Hold skorið af hryggjarsúlunni. Ljósm. Þorvaldur Björnsson.


Eldri frétt um steypireyðina.