Kría endurheimt í Brasilíu


Kría. Ljósm. Carsten Egevang.

Tilkynningin frá Náttúrufræðistofnun:

Hringnúmer Reykjavík 771203

Tegund Kría - Sterna paradisaea

Kyn Óþekkt

Aldur Ófleygur ungi

Merkingardagur 19.07.2009

Merkingarstaður Bakkagerði, Kaldrananeshr., Strand.

Staðarákvörðun 65°42´00´´N 21°25´00´´V

Merkjandi Jón Hallur Jóhannsson & Björk Guðjónsdóttir

----------------------------------------------------------

Fundardagur 24.10.2010

Fundarstaður Praia do Pero, Cabo Frio, Rio de Janeiro state, Brazil

Staðarákvörðun 22°51´38´´S 41°59´11´´V

Endurheimtuatvik Fundinn illa haldinn, drapst

Finnandi Jailson Fulgencio de Moura

Fjarlægð: 9996 km. Stefna: 199°. Tími: 462 dagar. Tilk.: Tölvupóstur.

-----------------------------------------------------------

Krían ferðast póla á milli á hverju ári og flýgur hluti þeirra suður með ströndum Suður-Ameríku á leið til vetrarstöðvanna við Suðurheimskautið. Þessi tiltekna kría hefur verið í þeim hópi.

Vísindamenn frá Grænlandi, Danmörku, Bandaríkjunum, Bretlandi og Íslandi hafa kortlagt nákvæmlega ferðir kríunnar frá varpstöðvunum á norðurslóðum til vetrarheimkynna við Suðurheimskautið eins og lesa má nánar um í eldri frétt á vef Náttúrufræðistofnunar; Farflug kríunnar - hulunni svipt af lengstu ferðalögum dýra í heiminum.

Frá Bakkagerði til Brasilíu á vefnum strandir.is.

Fuglamerkingar á vef Náttúrufræðistofnunar.