Fréttir
-
28.02.2011
Ráðstefna um átaksverkefni í minkaveiðum og framtíð minkaveiða
Ráðstefna um átaksverkefni í minkaveiðum og framtíð minkaveiða
28.02.2011
Átaksverkefni um staðbundna útrýmingu minks fór fram í Eyjafirði og á Snæfellsnesi 2007-2010. Veiðiálag var aukið og samhliða var unnið að rannsóknum til þess að meta árangur af því og leita svara við þeirri spurningu hvort mögulegt væri að útrýma mink á landsvísu. Merkjanlega góður og skjótur árangur náðist í Eyjafirði. Hægar gekk að fækka mink á Snæfellsnesi en þar hefur þó einnig orðið veruleg fækkun.
-
28.02.2011
Náttúrufræðistofnun nýtur áfram mikils trausts
Náttúrufræðistofnun nýtur áfram mikils trausts
28.02.2011
Landsmenn bera mikið traust til Náttúrufræðistofnunar samkvæmt könnun Capacent sem gerð var dagana 2. – 10. febrúar s.l. Sama könnun hefur verið gerð síðan 2007 og er Náttúrufræðistofnun áfram meðal þeirra stofnanna sem nýtur hvað mest trausts.
-
18.02.2011
Samkomulag um stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs í Skaftárhreppi
Samkomulag um stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs í Skaftárhreppi
18.02.2011
Umhverfisráðuneytið og sveitarstjórn Skaftárhrepps hafa náð samkomulagi um að vinna að stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs innan sveitarfélagsins. Samkomulagið byggist á samþykktri tillögu til þingsályktunar um Náttúruverndaráætlun 2009-2013. Unnið verður að friðlýsingu á Langasjó og hluta Eldgjár og nágrennis.
-
18.02.2011
Gróður við Urriðavatn á Hrafnaþingi
Gróður við Urriðavatn á Hrafnaþingi
18.02.2011
Urriðavatn og nánasta umhverfi er á Náttúruminjaskrá og nýtur bæjarverndar samkvæmt aðalskipulagi Garðabæjar. Friðlandið hefur margþætt gildi en það er vel gróið, gróskumikið með fjölbreyttu gróðurfari þar sem votlendi skipar háan sess. Samspil ólíkra gróðurlenda á tiltölulega litlu svæði og nálægð þess við þéttbýli gefa svæðinu hátt náttúruverndar-, fræðslu- og útivistargildi. Um þetta og fleira verður fjallað á Hrafnaþingi næstkomandi miðvikudag.
-
15.02.2011
Búsvæði tjarnaklukku friðlýst
Búsvæði tjarnaklukku friðlýst
15.02.2011
Blað hefur verið brotið í sögu friðlýsinga á Íslandi. Í fyrsta skipti hefur búsvæði smádýrs verið tekið frá og verndað. Tjarnaklukka, smávaxinn ættingi brunnklukkunnar, sem á sér þekkt athvarf á aðeins einum stað á landinu varð heiðursins aðnjótandi og sömuleiðis Djúpavogshreppur og landeigendur þar austur frá sem tóku tillögunni afar vel og veittu henni brautargengi.
-
09.02.2011
Frjókorn í íslensku hunangi
Frjókorn í íslensku hunangi
09.02.2011
Býflugnarækt og hunangsframleiðsla er nýleg aukabúgrein á Íslandi. Í nýrri skýrslu Náttúrufræðistofnunar er greint frá niðurstöðum frjógreiningar á tíu hunangssýnum frá suður- og suðvesturlandi. Líklega er þetta í fyrsta skipti sem íslenskt hunangt er frjógreint.
-
04.02.2011
Íslenskar fjörufléttur af svertuætt á Hrafnaþingi
Íslenskar fjörufléttur af svertuætt á Hrafnaþingi
04.02.2011
Umfjöllunarefni Hrafnaþings næstkomandi miðvikudag eru íslenskar fjörufléttur af svertuætt. Greint verður frá fyrstu niðurstöðum rannsókna á afmörkun og þróunarsögu íslenskra tegunda ættarinnar.
-
03.02.2011
Verndun gróðurríkisins á norðurslóðum
Verndun gróðurríkisins á norðurslóðum
03.02.2011
Grasafræðingar á norðurslóðum vinna m.a. saman að gerð gróðurkorta, gagnagrunnum um grasafræði og plöntulistum innan hópsins CAFF flora group.
-
03.02.2011
Sveppabókin hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin
Sveppabókin hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin
03.02.2011
Sveppabókin Íslenskir sveppir og sveppafræði eftir Helga Hallgrímsson náttúrufræðing hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðirita en verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær.