Náttúrufræðistofnun nýtur áfram mikils trausts

28.02.2011

Landsmenn bera mikið traust til Náttúrufræðistofnunar samkvæmt könnun Capacent sem gerð var dagana 2. – 10. febrúar s.l. Sama könnun hefur verið gerð síðan 2007 og er Náttúrufræðistofnun áfram meðal þeirra stofnanna sem nýtur hvað mest trausts.

Markmiðið með könnuninni er að kanna traust almennings til Náttúrufræðistofnunar og þróun þess á milli ára. Einnig er gerður samanburður við aðrar stofnanir.

Náttúrufræðistofnun nýtur mikils trausts 53,4% landsmanna, þar af bera 5% fullkomið traust til stofnunarinnar. 38,8% eru hlutlausir en athygli vekur hversu fáir bera lítið traust til stofnunarinnar, eða 7,9%. Þetta eru svipaðar tölur og undanfarin ár sem er mjög jákvætt sé horft til þeirra þrenginga sem verið hafa undanfarin misseri.

Náttúrufræðistofnun kemur vel út í samanburði við aðrar stofnanir og er vel fyrir ofan meðaltalið og er þar á róli með Heilbrigðiskerfinu og Umboðsmanni Alþingis.

 

 

Langisjór, Fögrufjöll, Skaftá, Vatnajökull. ©Helga Davids
 

 

Langisjór, Fögrufjöll, Skaftá, Vatnajökull. ©Helga Davids
53,4% bera mikið traust til Náttúrufræðistofnunar. Náttúrufræðistofnun er á róli með umboðsmanni Alþingis og Heilbrigðiskerfinu.

Úrtak könnunarinnar var 1189 manns og var fjöldi svarenda 739, eða 69,2%.