Sveppabókin hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin

03.02.2011

Sveppabókin Íslenskir sveppir og sveppafræði eftir Helga Hallgrímsson náttúrufræðing hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðirita en verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær.

Samfélagið í nærmynd sendir út frá Náttúrufræðistofnun. Hrafnhildur Halldórsdóttir, Leifur Hauksson, Guðmundur A. Guðmundsson og Kristján Jónasson. ©KB
Helgi hefur unnið að Sveppabókinni í tugi ára og miðlar þar upplýsingum um íslenska sveppi sem hann hefur safnað saman til þeirra sem á eftir fara. Fjallað er um eðli og gerð sveppa og hlutverk þeirra í lífkerfi jarðar, saga svepparannsókna er rakin og fjallað erum nýtingu sveppa. Greint er frá öllum flokkum sveppa sem þekkjast á Íslandi.

Sveppasafn Náttúrufræðistofnunar Íslands geymir mikið af þeim sýnum sem fjallað er um í bókinni ásamt vinnubók Helga þar sem skráðar eru lýsingar hans á sýnunum sem og ljósmyndir hans af þeim. 

Náttúrufræðistofnun óskar Helga Hallgrímssyni til hamingju með verðlaunin.

Sjá nánar frétt frá 3. nóvember s.l. um útgáfu hennar.

Skrudda gefur bókina út.