Enskur vefur Náttúrufræðistofnunar

08.09.2011

Stór hluti vefs Náttúrufræðistofnunar hefur nú verið þýddur og birtur á ensku. Tilkoma vefsins gerir samstarfsaðilum og almenningi utan landsteinanna kleift að fylgjast með starfsemi stofnunarinnar. Katelin Parsons á heiðurinn af þýðingunni en hún var að hluta ráðinn til verksins gegnum atvinnuátak Vinnumálastofnunar.

Enskur vefur Náttúrufræðistofnunar. 

Gert er ráð fyrir að viðhalda enska vefnum jafnfætis þeim íslenska en þó er ekki gert ráð fyrir að fréttir verði skrifaðar á ensku. Hann er aðgengilegur frá krækjunni "English" sem er efst fyrir miðju á www.ni.is. Slóð enska vefsins er en.ni.is.

 

Vefurinn er settur upp í Eplica vefumsjónarkerfinu.