Náttúrufræðistofnun auglýsir tvö störf laus til umsóknar
11.01.2012
Náttúrufræðistofnun Íslands óskar eftir að ráða starfsmenn í tvær lausar stöður á Akureyri og í Garðabæ.
Um er að ræða eftirfarandi stöður:
Líffræðingur á Akureyri. Starfið felur í sér frjókornatalningar, almenn og sérhæfð störf á rannsóknastofu stofnunarinnar í sameindaerfðafræði og ýmiss konar aðstoð og samvinnu við sérfræðinga stofnunarinnar í rannsóknum á náttúru Íslands.
Matráður í Garðabæ. Starfið er hlutastarf og felur í sér að matreiða létta máltíð í hádeginu fyrir starfsmenn stofnunarinnar, umsjón með eldhúsi og matsal og innkaup á matvælum.
Nánari upplýsingar um störfin eru á síðunni Störf í boði, sjá einnig tengil hér til vinstri.