Stjörnuskoðun á Hrafnaþingi
17.01.2012
Sverrir Guðmundsson, ritari Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness og stjörnufræðikennari, flytur erindi sitt Stjörnuskoðun að vori á Hrafnaþingi miðvikudaginn 18. janúar.

Reikistjarnan Mars í ljónsmerkinu að kvöldi 27. febrúar 2012. Mynd úr stjörnufræðiforritinu Stellarium. © Stellarium
Fjallað verður um það helsta sem sést á himninum fyrri hluta ársins, svo sem Karlsvagninn, Sjöstirnið, Óríon, tunglið og reikistjörnurnar en vorið 2012 er óvenju hentugt til reikistjörnuskoðunar. Einnig mun Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness verða kynnt stuttlega og fjallað um vaxandi vinsældir þessa áhugamáls.
Erindið verður flutt í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ, 3. hæð kl. 15:15-16:00. Sjá kort.
Hrafnaþing er opið öllum. Verið velkomin!