Ráðstefna um verndunarlíffræði og fyrirlestur um þróun

25.05.2012

Háskólinn á Akureyri og Náttúrufræðistofnun Íslands standa fyrir ráðstefnunni Conservation biology: towards sustainable management of natural resources sem haldin verður föstudaginn 1. júní í Háskólanum á Akureyri.

Tröllasmiður, Carabus problematicus islandicus, er fágæt tegund á Íslandi og er á náttúruverndaráætlun 2009-2013. Ljósm. Erling Ólafsson.

Viðfangsefni ráðstefnunnar, verndunarlíffræði (conservation biology), sem er þverfagleg vísindagrein er tengir saman líffræði, hagfræði og auðlindastjórnun. Þar er fengist við rannsóknir á líffræðilegum fjölbreytileika jarðar með það fyrir augum að vernda tegundir og búsvæði þeirra gegn síaukinni eyðingu af mannavöldum. Ráðstefnunni er ætlað að opna umræðu um náttúruvernd og skynsamlega nýtingu auðlinda.

Frummælandi á ráðstefnunni er Fred W. Allendorf. Hann er yfirprófessor (Regents Professor) í líffræði við University of Montana í Bandaríkjunum og rannsóknaprófessor (Professorial Research Fellow) við Victoria University of Wellington á Nýja-Sjálandi. Hann hefur birt yfir tvö hundurð vísindagreinar um þróun, stofnerfðafræði og verndunarlífræði.

Ráðstefnan er haldin í Háskólanum á Akureyri 1. júní kl. 9-17. Ráðstefnan er ókeypis og opin almenningi.

Dagskrá ráðstefnunnar.
Fred W. Allendorf ásamt eiginkonu sinni Michel Colville við Klettafjöllin í Montana. © Fred W. Allendorf.


Í tengslum við ráðstefnuna mun Fred W. Allendorf halda fyrirlestur þann 30. maí hjá Náttúrufræðistofnunar Íslands í Garðabæ. Fyrirlesturinn verður á ensku og nefnist Evolution Today: Return of the Bed Bugs. Útdráttur erindisins er eftirfarandi:

„I will discuss the importance of understanding the principals of evolution in today's world. The recent resurgence of bed bugs throughout the world and the genetic effects of harvesting on exploited fish populations will be presented as current examples. In addition, I will consider the importance of understanding the principles of understanding evolution in the fields of human medicine and health policy. For example, we are threatened by the spread of bacteria that have evolved resistance to multiple antibiotics. The evolution of antibiotic resistance has resulted in doubling mortality of hospitalized patients, has increased the length of hospital stays, and has dramatically increased the costs of treatment. In the US, it costs over 25 billion dollars per year just to deal with rising medical costs associated with the evolution of antibiotic resistance in a single bacterial species: Staphylococcus aureus.“

Fyrirlesturinn verður fluttur í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að
Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð kl. 15:15-16:00Sjá kort.

Verið velkomin!