Sérkennileg frétt um dauðan fálka

Í umræddri frétt segir Hjörtur Jónsson, starfsmaður fiskeldisstöðvarinnar Stofnfisks í Kollafirði, farir sína ekki sléttar í samskiptum sínum við Náttúrufræðistofnun Íslands. Starfsmaður stofnunarinnar hafi spillt dauðum fálka þannig að ekki hafi verið hægt að stoppa hann upp og gefa barnaskóla á Akranesi. Staðreyndir málsins eru þær að að téður Hjörtur afhenti stofnunni hræ af fálka síðastliðinn vetur. Fuglinn var úldinn, hafði legið dauður í 2-3 vikur áður en Hjörtur fann hann og mýs m.a.étið úr baki hans. Eintakið var óhæft til hamskurðar en stofnunin hirti beinagrindina, flugfjaðrir, stélfjaðrir og vefjasýni fyrir vísindasafnið. Þetta var Hirti sagt, bæði þegar starfsmaður Náttúrufræðistofnunar sótti fuglinn og eins síðar í símtali. Fuglinn var aldrei afhentur, líkt og segir í frétt á Vísi, enda hamurinn ónýtur.

Rétt er að benda á að kaup og sala á uppsettum fálkum er óheimil samkvæmt lögum.