Þéttleiki og varpárangur spóa á Hrafnaþingi

13.11.2012
Borgný Katrínardóttir líffræðingur mun á næsta Hrafnaþingi, miðvikudaginn 14. nóvember, flytja erindi sitt Þéttleiki og varpárangur spóa á hálfgrónum áreyrum.
Borgný Katrínardóttir við spóarannsóknir. Ljósm. Tómas G. Gunnarsson.

Í erindinu verður fjallað um niðurstöður rannsóknar á spóum sem fram fór á Suðurlandi á árunum 2009-2011. Rannsóknin beindist að spóum sem sækja í að verpa á hálfgrónum áreyrum. Áreyrar og önnur búsvæði spóa voru borin saman með tilliti til varpþéttleika, varpárangurs og endurkomu, auk þess sem fæðuframboð og afrán var kannað.

Erindið verður flutt í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð kl. 15:15-16:00Sjá kort.

Hrafnaþing er opið öllum. Verið velkomin!

Dagskrá Hrafnaþings veturinn 2012-2013