Sveppir og fléttur á Hrafnaþingi

02.04.2013
Starri Heiðmarsson, fléttufræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, flytur erindi sitt Sveppur á fléttu ofan, fléttuháðir sveppir og fjölbreytni þeirra! á Hrafnaþingi miðvikudaginn 3. apríl kl. 15:15.
Breyskjuríla, Arthonia stereocaulinar,er dæmi um fléttuháðan svepp. Hér vex hann á drýsilbreyskju,Stereocaulon capitellatum. Ljósm. Starri Heiðmarsson.

Í erindinu verður sagt frá fléttuháðum sveppum og þróunarsögu þeirra. Sérstök grein verður gerð fyrir íslenskum tegundum af fléttuháðum sveppum en hérlendis þekkjast nú 146 tegundir þessara sérstöku lífvera.

Nánari umfjöllun um erindið.

Erindið verður flutt í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð kl. 15:15-16:00Sjá kort.

Hrafnaþing er opið öllum. Verið velkomin!

Dagskrá Hrafnaþings veturinn 2012-2013