Frjótíma birkis að ljúka


Blómgað birki í Elliðaárdal. Ljósm. Margrét Hallsdóttir.

Fyrsta birkifrjóið mældist 29. maí á Akureyri sem er aðeins seinna en venjulega en hafa síðan mælst samfellt frá 31. maí. Hæst fór frjótalan í 144 frjó/m3 þann 4. júní og fór hún lækkandi eftir það. Dagana 19-24 júní var frjótalan undir 5. Heildarfjöldinn birkifrjóa er nú þegar kominn yfir meðaltal árana 1998-2012. Segja má að frjótíma birkis sé nú lokið á Akureyri þrátt fyrir að frjóin mælist í litlu magni næstu dagana.

Í Urriðaholti í Garðabæ mældist fyrsta birkifrjóið þann 30. maí. Hæst fór frjótalan í 613 þann 11. júní og hefur farið hratt lækkandi eftir það. Þrátt fyrir að heildarfjöldinn í maí sé óvenju lágur (aðeins 7 birkifrjó) er ljóst að heildarfjöldinn í sumar verður mun hærri en árin 2011-2012 þar sem talan er komin í 1830 birkifrjó fyrir maí og júní.

Frjótími grasa er hafin í Garðabæ en þar eru frjótölur farnar að mælast yfir 10. Á Akureyri er frjótími grasa ekki komin eins vel af stað en frjótölur eru þar að mælast undir 5, þó má búast við því að sú tala hækki í næstu viku.