Alþjóðleg ráðstefna um melrakkarannsóknir

Mórauð tófa í vetrarbúningi. Ljósm. Tobias Mennle.

Alþjóðlega ráðstefnan um melrakkann (International conference in Arctic Fox Biology) verður nú haldin í fjórða sinn. Ráðstefna þessi er haldin á fjögurra ára fresti og nú í fyrsta sinn á Íslandi. Á ráðstefnunni verða kynntar rannsóknir á tegundinni af hálfu vísindamanna frá Alaska, Kanada, Bandaríkjunum, Noregi, Svalbarða, Rússlandi, Svíþjóð, Íslandi, Grænlandi, Danmörku og Þýskalandi. Rannsóknirnar eru á ýmsum sviðum líffræðinnar og einnig þverfaglegar. Fjallað er um stöðu tegundarinnar á einstökum svæðum og á heimsvísu, m.a. á sviði líffræði, lífeðlisfræði, atferlisfræði, samskipti við aðrar tegundir, veiðar, verndun og áhrif loftslagsbreytinga. Meðal þátttakenda eru virtir fræðimenn sem hafa mikla þekkingu og sterka stöðu innan vísindastofnana í sínum heimalöndum.

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna er að finna á vef Melrakkaseturs Íslands.