Framvinda gróðurs og þróun vistkerfis í Surtsey
02.12.2013

Melgresi og fjöruarfi bárust á fyrstu árum með sjó til Surtseyjar og hafa komið sér þar vel fyrir. Líklegt er að flestir landnemar í Surtsey séu komnir frá Vestmannaeyjum og nærsveitum uppi á landi.
Borgþór Magnússon vistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindi sitt „Framvinda gróðurs og þróun vistkerfis í Surtsey“ á Hrafnaþingi miðvikudaginn 4. desember 2013 kl. 15:15.
Í erindinu verður fjallað um landnám plantna í Surtsey, framvindu gróðurs og þróun vistkerfis. Einnig verður greint frá fyrstu niðurstöðum rannsókna þar sem gamalt graslendi í Elliðaey og Heimaey er borið saman við graslendi sem tekið er að myndast í Surtsey.
Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð kl. 15:15-16:00.
Hrafnaþing er opið öllum. Verið velkomin!