Vetrarfuglatalningar 2013

17.12.2013
Snjótittlingur við gróðrarstöðina Þöll í Hafnarfirði 2013
Mynd: Erling Ólafsson
Snjótittlingur við gróðrarstöðina Þöll í Hafnarfirði 2013.

Árleg vetrarfuglatalning Náttúrufræðistofnunar Íslands fer fram helgina 28.– 29. desember n.k. Markmið vetrarfuglatalninga er að kanna hvaða fuglategundir dvelja hér að vetrarlagi, meta hversu algengir fuglarnir eru og í hvaða landshlutum þeir halda sig.

Upplýsingar sem fást úr talningunum nýtast einnig til að fylgjast með langtímabreytingum á stofnum margra tegunda.

Fuglar hafa verið taldir með þessum hætti af sjálfboðaliðum í ríflega 60 ár. Nýlokið er við að tölvutaka allar talningar en þær eru hátt í 5000 frá 342 svæðum víðs vegar um land. Talningamenn frá upphafi hafa verið 356, auk aðstoðarmanna. Meðal þeirra eru nokkrir sem tekið hafa þátt í talningum í meira en hálfa öld og einn (Hálfdán Björnsson á Kvískerjum) hefur verið með frá byrjun, 21. desember 1952.

Niðurstöður talninga 2013 verða settar inn á vefsíðu Náttúrufræðistofnunar um vetrarfuglatalningar jafnskjótt og þær berast og þar er einnig að finna samantekt talninga 2002–2012. 

Nánari upplýsingar um einstök talningarsvæði o.fl. veita Kristinn Haukur SkarphéðinssonGuðmundur A. Guðmundsson og Svenja N.V. Auhage.