Fréttir
-
19.12.2014
Jólakveðja frá Náttúrufræðistofnun Íslands
Jólakveðja frá Náttúrufræðistofnun Íslands
19.12.2014
Náttúrufræðistofnun Íslands óskar samstarfsmönnum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
-
16.12.2014
Vetrarfuglatalningar 2014
Vetrarfuglatalningar 2014
16.12.2014
Árleg vetrarfuglatalning Náttúrufræðistofnunar Íslands fer fram helgina 27.- 28. desember n.k. Markmið vetrarfuglatalninga er að kanna hvaða fuglategundir dvelja hér að vetrarlagi, meta hversu algengir fuglarnir eru og í hvaða landshlutum þeir halda sig.
-
15.12.2014
Hrafnaþing: Lífríki Íslands
Hrafnaþing: Lífríki Íslands
15.12.2014
Snorri Baldursson líffræðingur flytur erindið „Lífríki Íslands“ á Hrafnaþingi miðvikudaginn 17. desember kl. 15:15.
-
04.12.2014
Vöktun og vernd mófugla
Vöktun og vernd mófugla
04.12.2014
Laugardaginn 29. nóvember stóð Fuglavernd fyrir ráðstefnu um stöðu og vernd íslenskra mófuglastofna og þá ábyrgð sem Íslendingar bera á þeim í alþjóðlegu samhengi. Á ráðstefnunni var samþykkt ályktun um vöktun og vernd mófuglastofna.
-
24.11.2014
Hrafnaþing: Sníkjudýrasýkingar, líkamsástand og stofnbreytingar rjúpu á Íslandi
Hrafnaþing: Sníkjudýrasýkingar, líkamsástand og stofnbreytingar rjúpu á Íslandi
24.11.2014
Ute Stenkewitz starfsmaður Náttúrufræðistofnunar Íslands og doktorsnemi við Háskóla Íslands flytur erindið „Sníkjudýrasýkingar, líkamsástand og stofnbreytingar rjúpu á Íslandi“ á Hrafnaþingi miðvikudaginn 26. nóvember kl. 15:15.
-
10.11.2014
Hrafnaþing: Að skrá sögu landsins með ljósmyndum
Hrafnaþing: Að skrá sögu landsins með ljósmyndum
10.11.2014
Oddur Sigurðsson jarðfræðingur hjá Veðurstofu Íslands flytur erindið „Að skrá sögu landsins með ljósmyndum. Hverjum ber að varðveita hana?“ á Hrafnaþingi miðvikudaginn 12. nóvember kl. 9:15.
-
06.11.2014
Mosaskemmdir við iðnaðarsvæðið í Hellnahrauni í Hafnarfirði
Mosaskemmdir við iðnaðarsvæðið í Hellnahrauni í Hafnarfirði
06.11.2014
Nýjar rannsóknir Náttúrufræðistofnunar Íslands við iðnaðarsvæðið í Hellnahrauni í Hafnarfirði sýna að mosi á svæðinu er sums staðar talsvert skemmdur. Þar sem skemmdirnar eru mestar er mosi dauður og endurvöxtur ekki sjáanlegur. Út frá loftmyndum má sjá að mosi hefur byrjað að láta á sjá eftir að iðnaðarstarfsemi hófst á svæðinu á milli Berghellu og Gjáhellu. Háplöntur á svæðinu virðast þrífast allvel.
-
03.11.2014
Sveiflur íslenskra síla-, loðnu- og sjófuglastofna á Hrafnaþingi
Sveiflur íslenskra síla-, loðnu- og sjófuglastofna á Hrafnaþingi
03.11.2014
Erpur Snær Hansen doktor í líffræði og sviðsstjóri vistfræðirannsókna á Náttúrustofu Suðurlands flytur erindið „Hitastýrðar sveiflur íslenskra síla-, loðnu- og sjófuglastofna“ á Hrafnaþingi miðvikudaginn 5. nóvember kl. 9:15.
-
23.10.2014
Íslenski refastofninn á niðurleið
Íslenski refastofninn á niðurleið
23.10.2014
Refum er farið að fækka hér á landi eftir samfelldan vöxt um áratugaskeið. Samkvæmt nýjasta mati voru um þriðjungi færri dýr í stofninum en þegar hann var síðast metinn árið 2010.
-
22.10.2014
Nýtt gróðurkort af Skorradalshreppi
Nýtt gróðurkort af Skorradalshreppi
22.10.2014
Náttúrufræðistofnun Íslands, í samvinnu við Skorradalshrepp, hefur unnið nýtt gróðurkort af landi sveitarfélagsins vegna viðbragðsáætlunar um gróðurelda. Gróðurkortið nær yfir allt land Skorradalshrepps að undanskildu fjalllendi ofar en 300 m y.s.
-
14.10.2014
Hnignun skóg- og kjarrlendis í Þjórsárdal á Hrafnaþingi
Hnignun skóg- og kjarrlendis í Þjórsárdal á Hrafnaþingi
14.10.2014
Hrafnaþing er heiti á fræðsluerindum Náttúrufræðistofnunar Íslands sem eru á dagskrá yfir vetrartímann og hefur dagskrá fyrir haustmisseri 2014 nú verið birt á vef stofnunarinnar. Flutt verða fimm erindi, það fyrsta miðvikudaginn 15. október. Athugið að Hrafnaþing hefst framvegis kl. 9:15.
-
11.10.2014
Rjúpnaveiði 2014
Rjúpnaveiði 2014
11.10.2014
Umhverfisráðherra hefur ákveðið fyrirkomulag rjúpnaveiða 2014 og fallist á ráðleggingar Náttúrufræðistofnunar um ráðlagða rjúpnaveiði upp á 48.000 fugla. Sölubann á rjúpum verður áfram í gildi.
-
02.10.2014
Risahvannir í íslenskri náttúru
Risahvannir í íslenskri náttúru
02.10.2014
Risahvannir hafa verið vinsælar skrautjurtir í görðum landsmanna í seinni tíð. Þær eru hins vegar varasamar því þær dreifast hratt og geta orðið alvarlegt illgresi sem erfitt er að uppræta. Þær eru enn sem komið er sjaldgæfar í villtri náttúru hér á landi en hafa þó náð að mynda stórar breiður á höfuðborgarsvæðinu og í Eyjafirði. Óheimilt er að flytja inn eða rækta risahvannir.
-
19.09.2014
Lífríki Íslands: vistkerfi lands og sjávar
Lífríki Íslands: vistkerfi lands og sjávar
19.09.2014
Út er komin bókin „Lífríki Íslands: vistkerfi lands og sjávar“ eftir Snorra Baldursson líffræðing. Í henni er fjallað um vistkerfi lands og sjávar og er hún hvoru tveggja hugsuð sem fræðibók fyrir almenning og uppflettirit fyrir nemendur og kennara á öllum skólastigum.
-
17.09.2014
Ganga í tilefni af degi íslenskrar náttúru
Ganga í tilefni af degi íslenskrar náttúru
17.09.2014
Á þriðja tug manna og kvenna mætti í göngu Náttúrufræðistofnunar Íslands um Svínahraun (Búrfellshraun) í Garðabæ í tilefni af degi íslenskrar náttúru, þriðjudaginn 16. september.
-
15.09.2014
Dagur íslenskrar náttúru
Dagur íslenskrar náttúru
15.09.2014
Dagur íslenskrar náttúru verður haldinn hátíðlegur í fjórða sinn á morgun, þriðjudaginn 16. september. Í tilefni af honum er boðið upp á ýmsa viðburði víða um landið og á höfuðborgarsvæðinu. Náttúrufræðistofnun Íslands ætlar að halda upp á daginn með því að bjóða til hádegisgöngu um hraunið í nágrenni stofnunarinnar í Garðabæ.
-
01.09.2014
Suðrænar vatnaplöntur nema land á Íslandi
Suðrænar vatnaplöntur nema land á Íslandi
01.09.2014
Staðfest hefur verið að tvær tegundir aðfluttra vatnaplantna, skrúfugras og kransarfi, hafa numið land á Íslandi.
-
29.08.2014
Skógarmítlar láta á sér kræla
Skógarmítlar láta á sér kræla
29.08.2014
Flest bendir til að skógarmítill hafi náð að setjast að í íslenskri náttúru. Hann hefur fundist í öllum landshlutum nema á miðhálendinu, en oftast hefur hann fundist á Suðvesturlandi. Í umræðum um skógarmítil er algengt að vitna til sýkla sem hann getur borið með sér, sem geta valdið illvígum sjúkdómi í miðtaugakerfi. Ekki er vitað til þess að maður hafi sýkst af þeim hérlendis og eru litlar líkur taldar á slíku.
-
28.08.2014
Ný afmörkun eldstöðvakerfis Bárðarbungu
Ný afmörkun eldstöðvakerfis Bárðarbungu
28.08.2014
Jarðfræðingar á Náttúrufræðistofnun Íslands leggja til að afmörkun eldstöðvakerfis Bárðarbungu verði endurskilgreind í Dyngjujökli og norðan jökuls. Þá væri tekið tillit til upplýsinga um berggerðir á svæðinu og dreifingu jarðskjálfta þar síðan um miðjan ágúst. Eldstöðvakerfi Bárðarbungu og Öskju skarast við Gígöldur sunnan Dyngjufjalla.
-
27.08.2014
Frjótímasenn að ljúka
Frjótímasenn að ljúka
27.08.2014
Frjótölur grasa hafa mælst lágar í Garðabæ og á Akureyri síðustu daga en grasfrjó eru þau frjó sem fara síðast af stað og eru lengst í lofti. Áhættumat hefur verið lækkað og eru nú litlar líkur á því að ofnæmissjúklingar sýni einkenni við ofnæmisvöldum.
-
22.08.2014
Óvelkomnir slöngumaðkar
Óvelkomnir slöngumaðkar
22.08.2014
Í sumar fundust undarlegir maðkar þegar rótað var í safnhaug í garði í Reykjavík. Finnandi hafði ekki áður séð annað eins atferli hjá möðkum í garði sínum, afar kvikir í hreyfingum, hreinlega stukku úr lófa og voru hálir sem álar. Hér var augljóslega eitthvað nýtt á ferðinni. Maðkarnir hafa ekki verið greindir til tegundar en augljóslega er um tegund svokallaðra slöngumaðka að ræða. Þó maðkar séu þarfadýr í jarðvegi er ekki víst að það gildi um þá nýju.
-
20.08.2014
Válistaplöntur heimsóttar
Válistaplöntur heimsóttar
20.08.2014
Sérfræðingar Náttúrufræðistofnunar Íslands hafa í sumar heimsótt vaxtarstaði sjaldgæfra háplöntutegunda. Um er að ræða verkefni sem hófst á árunum 2002–2005 og felst í að staðsetja sjaldgæfar háplöntur (plöntur á válista eða friðaðar með lögum) og leggja mat á útbreiðslu þeirra og magn. Upplýsingar sem fást með verkefninu eru nauðsynlegar til að hægt sé að fylgjast með hvort útbreiðslusvæði tegundanna stækki, dragist saman eða standi í stað. Af 16 tegundunum sem heimsóttar voru í sumar voru þrjár sem fundust ekki lengur á vaxtarstöðum sínum.
-
11.08.2014
Aukið aðgengi að landupplýsingum
Aukið aðgengi að landupplýsingum
11.08.2014
Landupplýsingakerfi (GIS) auðvelda greiningu og flokkun gagna sem tengd eru staðsetningu á landi eða sjó. Sífellt eykst þörfin á landupplýsingagögnum um náttúru Íslands til að nota við úrvinnslu ýmissa verkefna. Stefna Náttúrufræðistofnunar Íslands er að auka aðgengi að landupplýsingum sem unnin eru hjá stofnuninni og í gegnum vefinn er nú hægt að hala niður fjórum gagnasettum með náttúrutengdum landupplýsingum.
-
08.08.2014
Mikið um grasfrjó í lofti í júlí
Mikið um grasfrjó í lofti í júlí
08.08.2014
Gríðar mikið var um grasfrjó í lofti í góðviðrinu á Akureyri í júlí og féllu ýmis met. Í bleytunni á höfuðborgarsvæðinu í júlí mældust grasfrjó yfir meðallagi í Garðabæ. Þrátt fyrir háar frjótölur í júlí er frjótíma grasa ekki lokið en algengast er að fjöldi grasfrjóa nái hámarki um mánaðarmótin júlí og ágúst.
-
07.08.2014
Geitungar komnir í leitirnar
Geitungar komnir í leitirnar
07.08.2014
Það hefur vart farið fram hjá höfuðborgarbúum og nágrönnum að geitungar hafa haft einstaklega hægt um sig í sumar. Fólk hefur ekki átt því að venjast að geta setið í garði sínum og notið góðgætis óáreitt en nú háttar öðru vísi til. Oft er spurt eftir geitungunum þessa dagana og er ekki laust við að stundum megi skynja nokkurn söknuð í spurningunum! Reyndar hafa trjágeitungar verið samir við sig um land allt en þeir eru friðsamari skepnur en frændur þeirra holugeitungarnir sem hafa verið heillum horfnir í sumar. Farið var að hylla undir útgáfu dánarvottorðs þegar loksins ...
-
28.07.2014
Flokkun útbreiðslumynstra íslensku flórunnar og nýjar rannsóknaraðferðir
Flokkun útbreiðslumynstra íslensku flórunnar og nýjar rannsóknaraðferðir
28.07.2014
Sérfræðingar á Náttúrufræðistofnun Íslands hafa nýlega beitt nýjum aðferðum við flokkun útbreiðslumynstra íslensku flórunnar og samanburð þeirra við ýmsa umhverfisþætti. Niðurstöður þessara rannsókna voru birtar nýlega í alþjóðlegu vísindariti, PLoS ONE.
-
18.07.2014
Nýjar tegundir finnast í Surtsey
Nýjar tegundir finnast í Surtsey
18.07.2014
Tvær nýjar plöntutegundir fundust í árlegum rannsóknaleiðangri til Surtseyjar og telst það til nokkurra tíðinda því undanfarin ár hefur dregið úr landnámi plantna í eynni. Þetta eru tegundirnar skriðsóley og heiðadúnurt sem báðar fundust í fuglabyggðum í eynni.
-
15.07.2014
Mikið af grasfrjóum í júní
Mikið af grasfrjóum í júní
15.07.2014
Talsvert var um grasfrjó í lofti í júní og það sem af er júlí. Í Garðabæ hefur frjótala grasa þrisvar sinnum farið yfir 100 það sem af er sumri og alls níu sinnum yfir 50. Á Akureyri hefur aldrei áður mælst jafn mikill fjöldi grasfrjóa í júní. Þegar frjótala grasa fer yfir 50 eru miklar líkur á því að ofnæmissjúklingar finni fyrir einkennum.
-
16.06.2014
Sinubrunikortlagður í Hrútafirði
Sinubrunikortlagður í Hrútafirði
16.06.2014
Upp úr hádegi þann 24. maí s.l. kviknaði eldur í gróðri á jörðinni Fossi í Hrútafirði og breiddist út svo lítið var við ráðið. Skógrækt er stunduð á jörðinni og er sina mikil í landinu. Slökkvilið var kallað á staðinn og tókst að slökkva elda undir miðnætti. Vakt var höfð á svæðinu áfram en eldar tóku sig upp og voru slökktir jafnharðan. Er leið á nóttina tók að rigna og leið þá hættan hjá. Sennilegt er að eldurinn hafi kviknað út frá fjórhjóli.
-
11.06.2014
Rjúpnatalningar 2014
Rjúpnatalningar 2014
11.06.2014
Rjúpnatalningar Náttúrufræðistofnunar Íslands vorið 2014 sýna fjölgun víða um land. Samandregið fyrir öll talningasvæði var meðalfjölgun rjúpna 41% á milli áranna 2013 og 2014. Þessar niðurstöður eru í samræmi við niðurstöðu rjúpnatalninga vorið 2013 en þær sýndu að fækkunarskeið sem hófst 2009-2010 lauk eftir aðeins tvö til þrjú ár. Þetta er óvanalegt þar sem fyrri fækkunarskeið hafa varað í 5 til 8 ár og samkvæmt því átti næsta lágmark að vera á árunum 2015 til 2018. Aukning rjúpnastofnsins 2013-2014 er mismikil eftir landshlutum og á Suðurlandi og Norðvesturlandi er kyrrstaða eða fækkun. Í sögulegu samhengi er rjúpnafjöldinn 2014 undir meðallagi. Mat á veiðiþoli rjúpnastofnsins og nánari greining á ástæðum fjölgunar munu liggja fyrir í ágúst í kjölfar mælinga á varpárangri rjúpna, afföllum 2013 til 2014 og veiði 2013.
-
10.06.2014
Góðir gestir í heimsókn á Náttúrufræðistofnun
Góðir gestir í heimsókn á Náttúrufræðistofnun
10.06.2014
Þann 6. júní heimsóttu stofnunina 12 nemendur Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna ásamt starfsmanni skólans. Nemendurnir hafa dvalið hér á landi frá því í mars en námi þeirra lýkur í september.
-
27.05.2014
Pöddukvikindi í amerísku spínati
Pöddukvikindi í amerísku spínati
27.05.2014
Það þykir vart fréttnæmt þó pöddur fylgi innfluttum jarðargróða, grænmeti og ávöxtum, enda kennir margra grasa á ökrum og plantekrum í útlandinu. Hins vegar vekur athygli þegar kvikindin ná að smygla sér inn í lokaðar pakkningar og fylgja þeim til neytenda, - ekki bara eina pakkningu heldur fleiri. Undanfarið hefur Náttúrufræðistofnun fengið þrjár tilkynningar um fallegar bjöllur sem fylgdu amerísku spínati. En stundum er flagð undir fögru skinni.
-
22.05.2014
Surtsey í sjónmáli á degi líffræðilegrar fjölbreytni
Surtsey í sjónmáli á degi líffræðilegrar fjölbreytni
22.05.2014
Komin er út bókin „Surtsey í sjónmáli“ eftir Erling Ólafsson skordýrafræðing og Lovísu Ásbjörnsdóttur jarðfræðing, starfsmenn Náttúrufræðistofnunar. Í henni er farið yfir hálfrar aldar þróunarsögu eyjarinnar í máli og myndum. Útgáfudagur bókarinnar er vel við hæfi því í dag er alþjóðlegur dagur líffræðilegrar fjölbreytni sem að þessu sinni er helgaður líffræðilegri fjölbreytni á eyjum.
-
13.05.2014
Stafrænt gróðurkort af miðhálendi Íslands
Stafrænt gróðurkort af miðhálendi Íslands
13.05.2014
Guðmundur Guðjónsson landfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindið „Stafrænt gróðurkort af miðhálendi Íslands“ á Hrafnaþingi miðvikudaginn 14. maí kl. 15:15. Meðhöfundar hans að erindinu eru Sigurður Kristinn Guðjohnsen og Rannveig Thoroddsen.
-
08.05.2014
Fyrsta grasafræðings Náttúrufræðistofnunar minnst
Fyrsta grasafræðings Náttúrufræðistofnunar minnst
08.05.2014
Í lok aprílmánaðar var Náttúrufræðistofnun Íslands færð að gjöf ljósmynd af Guðna Guðjónssyni grasafræðingi (1913-1948), en hann var fyrsti forstöðumaður grasadeildar Náttúrugripasafnsins. Það var Sigrún dóttir Guðna sem afhenti Jóni Gunnari Ottóssyni forstjóra Náttúrufræðistofnunar myndina.
-
02.05.2014
Friðlýstsvæði í bakgarði Náttúrufræðistofnunar
Friðlýstsvæði í bakgarði Náttúrufræðistofnunar
02.05.2014
Þann 30. apríl staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, tvær friðlýsingar innan marka Garðabæjar. Annars vegar er um að ræða friðlýsingu Búrfells, Búrfellsgjár og eystri hluta Selgjár sem náttúruvætti og hins vegar Garðahraun neðra, Garðahraun efra, Vífilsstaðahraun og Maríuhella í Búrfellshrauni sem nú eru friðlýst sem fólkvangur. Undirritun friðlýsinganna fór fram í húsi Náttúrufræðistofnunar Íslands í Urriðaholti með útsýni yfir nýja fólkvanginn.
-
30.04.2014
Frjómælingar hafnar á Akureyri og í Garðabæ
Frjómælingar hafnar á Akureyri og í Garðabæ
30.04.2014
Frjómælingar eru hafnar í Garðabæ og á Akureyri. Það er Náttúrufræðistofnun Íslands sem annast frjómælingarnar en markmiðið er að veita sem bestar upplýsingar til þeirra sem þjást af frjóofnæmi.
-
28.04.2014
Merkilegir melrakkar á Hrafnaþingi
Merkilegir melrakkar á Hrafnaþingi
28.04.2014
Ester Rut Unnsteinsdóttir spendýravistfræðingur flytur erindið „Merkilegir melrakkar“ á Hrafnaþingi miðvikudaginn 30. apríl kl. 15:15.
-
25.04.2014
Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands 2014
Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands 2014
25.04.2014
Ársfundur Náttúrufræðistofnunar var haldinn í 21. sinn föstudaginn 11. apríl s.l. á hótel Reykjavík Natura. Fundurinn var vel sóttur, þar voru haldin ávörp og erindi um ýmis verkefni sem unnið hefur verið að á stofnuninni.
-
07.04.2014
Vöktun mosaþembugróðurs við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun
Vöktun mosaþembugróðurs við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun
07.04.2014
Ágústa Helgadóttir líffræðingur flytur erindið „Vöktun mosaþembugróðurs við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun“ á Hrafnaþingi miðvikudaginn 9. apríl kl. 15:15.
-
07.04.2014
Ársfundur Náttúrufræðistofnunar 2014
Ársfundur Náttúrufræðistofnunar 2014
07.04.2014
Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldinn á hótel Reykjavík Natura föstudaginn 11. apríl kl. 13:00-16:30.
-
24.03.2014
Náttúra og náttúruverndarsaga Þjórsárvera á Hrafnaþingi
Náttúra og náttúruverndarsaga Þjórsárvera á Hrafnaþingi
24.03.2014
Gísli Már Gíslason prófessor við Háskóla Íslands flytur erindið „Þjórsárver – náttúra og náttúruverndarsaga“ á Hrafnaþingi miðvikudaginn 26. mars kl. 15:15.
-
20.03.2014
Nýjar tegundir í flóru íslenskra vatnaplantna
Nýjar tegundir í flóru íslenskra vatnaplantna
20.03.2014
Staðfest hefur verið að tvær tegundir kransþörunga hafa bæst við flóru íslenskra vatnaplantna. Það eru tegundirnar Tolypella canadensins og Chara aspera, sem hafa ekki fengið íslensk heiti enn sem komið er. Það voru starfsmenn Náttúrufræðistofu Kópavogs sem fundu tegundirnar við rannsóknir í stöðuvötnum víða um land.
-
17.03.2014
Landnám fugla á Íslandi
Landnám fugla á Íslandi
17.03.2014
Einar Þorleifsson náttúrufræðingur flytur erindið „Landnám fugla á Íslandi“ á Hrafnaþingi miðvikudaginn 19. mars kl. 15:15.
-
12.03.2014
Náttúrufræðistofnun nýtur trausts meðal landsmanna
Náttúrufræðistofnun nýtur trausts meðal landsmanna
12.03.2014
Landsmenn bera mikið traust til Náttúrufræðistofnunar Íslands samkvæmt könnun Capacent sem gerð var dagana 12.–24. febrúar s.l. Stofnunin hefur tekið þátt í sömu könnun síðan 2007, að síðasta ári undanskildu, og er hún áfram meðal þeirra stofnanna sem nýtur hvað mest trausts. Markmiðið með könnuninni er að kanna traust almennings til Náttúrufræðistofnunar og þróun á því, auk samanburðar við aðrar stofnanir.
-
04.03.2014
Gróðurbreytingar á jökulskerjum Breiðamerkurjökuls
Gróðurbreytingar á jökulskerjum Breiðamerkurjökuls
04.03.2014
Bjarni Diðrik Sigurðsson, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands, flytur erindið „Gróðurbreytingar á jökulskerjum Breiðamerkurjökuls“ á Hrafnaþingi miðvikudaginn 5. mars kl. 15:15. Meðhöfundur hans að erindinu er dr. Starri Heiðmarsson, fléttufræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands.
-
25.02.2014
Merkilegar kvikmyndir um gosið í Surtsey komnar í leitirnar
Merkilegar kvikmyndir um gosið í Surtsey komnar í leitirnar
25.02.2014
Á Hrafnaþingi Náttúrufræðistofnunar þann 19. febrúar sl. voru sýndar nýfundnar kvikmyndir af eldgosinu í Surtsey. Eftir sýningu myndanna voru þær afhentar Surtseyjarfélaginu til eignar en Náttúrufræðistofnun Íslands sér um varðveislu þeirra.
-
17.02.2014
Nýfundið myndefni frá Surtseyjargosi á Hrafnaþingi
Nýfundið myndefni frá Surtseyjargosi á Hrafnaþingi
17.02.2014
Á Hrafnaþingi 19. febrúar verða sýndar stuttar kvikmyndir af eldgosinu í Surtsey. Myndirnar voru teknar á 8 mm filmu af þeim Þorleifi Einarssyni jarðfræðingi og Gunnbirni Egilssyni starfsmanni hjá Atvinnudeild háskólans og síðar Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins.
-
27.01.2014
Hundrað ár frá friðun arnarins
Hundrað ár frá friðun arnarins
27.01.2014
Hinn 1. janúar 1914 gengu í gildi lög sem fólu í sér friðun arnarins. Af því tilefni mun Kristinn Haukur Skarphéðinsson flytja erindi á Hrafnaþingi Náttúrufræðistofnunar Íslands miðvikudaginn 29. janúar n.k. þar sem fjallað örninn og verndun hans og stöðu stofnins á þessum tímamótum. Erindið nefnist „Hundrað ára friðun arnarins“.
-
21.01.2014
Ný aðferð við að meta stofnstærð nagdýra
Ný aðferð við að meta stofnstærð nagdýra
21.01.2014
Vísindatímaritið „Journal of Zoology“ birti á dögunum grein eftir Ester Rut Unnsteinsdóttur, spendýravistfræðing hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, og samstarfsfélaga hennar. Greinin ber heitið „Using Bayesian growth models to reconstruct small-mammal populations during low-trapping periods“. Hún fjallar um þá hugmynd að hægt sé að nota Bayesian-tölfræðigreiningu á vaxtarkúrfum til að reikna út stofnstærð nagdýra á tímabilum þegar erfitt er að veiða dýrin og sýnastærðir of litlar fyrir hefðbundnar reikniaðferðir.
-
14.01.2014
Aðfluttar plöntutegundir á Hrafnaþingi
Aðfluttar plöntutegundir á Hrafnaþingi
14.01.2014
Pawel Wasowicz grasafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, flytur erindi sitt „Alien vascular plants in Iceland: past, present and future“, á Hrafnaþingi miðvikudaginn 15. janúar kl. 15:15. Erindið verður flutt á ensku.
-
07.01.2014
Grein um aðfluttar plöntur á Íslandi vekur athygli
Grein um aðfluttar plöntur á Íslandi vekur athygli
07.01.2014
Síðla ársins 2013 birtist í alþjóðlega vísindaritinu „Flora“ grein eftir sérfræðinga Náttúrufræðistofnunar Íslands um niðurstöður rannsókna á aðfluttum plöntum í flóru Íslands. Greinin vermir nú 2. sæti lista yfir mest sóttu greinar vísindaritsins síðastliðna 90 daga.