Náttúra og náttúruverndarsaga Þjórsárvera á Hrafnaþingi

24.03.2014
Oddkelsver, Þjórsárverum
Mynd: Nicolien van den Berg
Oddkelsver í Þjórsárverum.

Gísli Már Gíslason prófessor við Háskóla Íslands flytur erindið „Þjórsárver – náttúra og náttúruverndarsaga“ á Hrafnaþingi miðvikudaginn 26. mars kl. 15:15.

Í fyrirlestrinum verður fjallað um einstaka náttúru Þjórsárvera, sem eru stærsta gróðurlendið á miðhálendi Íslands. Þar er meiri tegundafjölbreytni plantna og dýra en á öðrum sambærilegum svæðum á hálendinu og einnig stærsta sífrerasvæðið á Íslandi. Einnig verður rætt um sögu náttúruverndar á svæðinu en um 45 ár eru nú liðin frá því fyrstu tillögur um að sökkva verunum undir lón komu fram.

Útdráttur

Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð kl. 15:15–16:00.

Hrafnaþing er opið öllum. Verið velkomin!