Sinubrunikortlagður í Hrútafirði

Til að meta umfang sinubrunans og skoða ummerki fór Hafdís Sturlaugsdóttir starfsmaður Náttúrustofu Vestfjarða á svæðið þann 9. júní s.l. Landið sem brann var vel gróið votlendi með mýrarhöllum og flóum á milli, stinnustarar- og grasmóar ásamt mosaholtum og móa með stinnastör, krækilyngi og fjalldrapa. Á mólendisholtunum var fjalldrapinn og annar gróður illa farinn eftir brunann. Mosaholtin sem brunnu voru einnig mjög illa farinn. Mörg mýrasvæðin voru orðin græn og virtist sem eldurinn hafi mest brennt gömlu sinuna en græn nál var tekin að vaxa upp úr brunablettunum.

Útjaðrar brunans voru kortlagðir og leiddi kortlagningin í ljós að eldurinn á Fossi fór yfir rúman hálfan ferkílómetra lands (54 ha). Það er með stærri sinueldum sem kortlagðir hafa verið frá árinu 2006 er Mýraeldar brunnu. Mýrareldar eru langmestu sinueldar sem þekktir eru hér á landi, en í þeim brunnu 67 km2. Vorið 2008 brann 1,1 km2 lands á jörðunum Krossi og Frakkanesi á Skarðsströnd. Eldurinn á Fossi kemur þeim næstur að flatarmáli.

Kortlagning á útbreiðslu gróðurelda (frétt á vef NÍ frá apríl 2013).